Efling RÚV geri fjölmiðlalög óþörf 11. apríl 2005 00:01 Í greinargerð með þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar, sem lagt var fyrir Alþingi í desember síðastliðnum, kemur fram sú skoðun sex þingmanna Samfylkingarinnar að bregðast megi við þróun fjölmiðlunar á ljósvakavettvangi með því að efla Ríkisútvarpið. Með því að efla Ríkisútvarpið þurfi ekki að setja lög um einkafjölmiðla. Þingmennirnir eru Mörður Árnason, Bryndís Hlöðversdóttir, Jóhann Ársælsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Helgi Hjörvar. Þingsályktunartillagan felst í því að menntamálaráðherra skipi nefnd til að undirbúa löggjöf um Ríkisútvarpið sem sjálfstætt útvarp í almannaþágu. Engin bein reglusetning gegn einkareknum fjölmiðlum <P>Í greinargerð með tillögunni er vísað í niðurstöður fjölmiðlanefndarinnar frá því í fyrra þar sem fram kemur að takmarka beri afskipti ríkisins af fyrirtækjarekstri og atvinnustarfsemi sem einkaaðilar geta sinnt. Engu að síður sé eðlilegt að leggja til að hugað verði að því að tryggja stöðu Ríkisútvarpsins sem almenningsútvarps. Flutningsmenn tillögunnar leggja áherslu á að ein helstu rökin sem færa megi fyrir því að efla eigi Ríkisútvarpið séu þau að "yrði þessi leið ein fyrir valinu fæli hún ekki í sér neina beina reglusetningu sem beindist gegn einkareknum fjölmiðlum. Hún samræmist þar með að því leyti vel meginreglum um frelsi markaðarins, að öðru leyti en því að almenningsútvarpi yrði tryggður hluti markaðarins en einkaaðilar skipti honum að öðru leyti á milli sín í frjálsri samkeppni." Þá er bent á að hægt sé að hrinda slíkum áformum í framkvæmd að mestu án breytinga á gildandi lögum. Mælir með lögum um takmörkun á eignarhaldi <P>Samfylkingin skrifaði undir hina "pólitísku sátt" um takmörkun á eignarhaldi á fjölmiðlum sem fram kom í nýju fjölmiðlaskýrslunni á dögunum. Þar er lagt til að skorður verði settar við eignarhald á fjölmiðlum sem annars vegar hafa meiri útbreiðslu en til þriðjungs þjóðarinnar á degi hverjum og hins vegar ef markaðshlutdeild tiltekins fjölmiðils fer yfir þriðjung af heildarupplagi, heildaráhorfi eða heildarhlustun á hverjum fjölmiðlamarkaði um sig. Hömlur á eignarhaldi eiga því við um fjölmiðla sem meira en þriðjungur Íslendinga notfærir sér að jafnaði daglega. Skilyrðin eiga þó aðeins við ljósvakamiðla og dagblöð en ekki vikublöð, tímarit eða vefmiðla. Samfylkingarþingmennirnir sex vísa í greinargerð með þingsályktunartillögu sinnar um Ríkisútvarpið til svokallaðar McKinsey-skýrslu sem unnin var fyrir BBC árið 1999. Þingmennirnir benda á að samkvæmt henni hafi ríkisvaldið einkum tvær aðferðir til að hafa áhrif á þróun fjölmiðlunar á ljósvakavettvangi. "Önnur aðferðin sé að setja ítarlegar reglur, hin að standa fyrir almannaútvarpi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Í greinargerð með þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar, sem lagt var fyrir Alþingi í desember síðastliðnum, kemur fram sú skoðun sex þingmanna Samfylkingarinnar að bregðast megi við þróun fjölmiðlunar á ljósvakavettvangi með því að efla Ríkisútvarpið. Með því að efla Ríkisútvarpið þurfi ekki að setja lög um einkafjölmiðla. Þingmennirnir eru Mörður Árnason, Bryndís Hlöðversdóttir, Jóhann Ársælsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Helgi Hjörvar. Þingsályktunartillagan felst í því að menntamálaráðherra skipi nefnd til að undirbúa löggjöf um Ríkisútvarpið sem sjálfstætt útvarp í almannaþágu. Engin bein reglusetning gegn einkareknum fjölmiðlum <P>Í greinargerð með tillögunni er vísað í niðurstöður fjölmiðlanefndarinnar frá því í fyrra þar sem fram kemur að takmarka beri afskipti ríkisins af fyrirtækjarekstri og atvinnustarfsemi sem einkaaðilar geta sinnt. Engu að síður sé eðlilegt að leggja til að hugað verði að því að tryggja stöðu Ríkisútvarpsins sem almenningsútvarps. Flutningsmenn tillögunnar leggja áherslu á að ein helstu rökin sem færa megi fyrir því að efla eigi Ríkisútvarpið séu þau að "yrði þessi leið ein fyrir valinu fæli hún ekki í sér neina beina reglusetningu sem beindist gegn einkareknum fjölmiðlum. Hún samræmist þar með að því leyti vel meginreglum um frelsi markaðarins, að öðru leyti en því að almenningsútvarpi yrði tryggður hluti markaðarins en einkaaðilar skipti honum að öðru leyti á milli sín í frjálsri samkeppni." Þá er bent á að hægt sé að hrinda slíkum áformum í framkvæmd að mestu án breytinga á gildandi lögum. Mælir með lögum um takmörkun á eignarhaldi <P>Samfylkingin skrifaði undir hina "pólitísku sátt" um takmörkun á eignarhaldi á fjölmiðlum sem fram kom í nýju fjölmiðlaskýrslunni á dögunum. Þar er lagt til að skorður verði settar við eignarhald á fjölmiðlum sem annars vegar hafa meiri útbreiðslu en til þriðjungs þjóðarinnar á degi hverjum og hins vegar ef markaðshlutdeild tiltekins fjölmiðils fer yfir þriðjung af heildarupplagi, heildaráhorfi eða heildarhlustun á hverjum fjölmiðlamarkaði um sig. Hömlur á eignarhaldi eiga því við um fjölmiðla sem meira en þriðjungur Íslendinga notfærir sér að jafnaði daglega. Skilyrðin eiga þó aðeins við ljósvakamiðla og dagblöð en ekki vikublöð, tímarit eða vefmiðla. Samfylkingarþingmennirnir sex vísa í greinargerð með þingsályktunartillögu sinnar um Ríkisútvarpið til svokallaðar McKinsey-skýrslu sem unnin var fyrir BBC árið 1999. Þingmennirnir benda á að samkvæmt henni hafi ríkisvaldið einkum tvær aðferðir til að hafa áhrif á þróun fjölmiðlunar á ljósvakavettvangi. "Önnur aðferðin sé að setja ítarlegar reglur, hin að standa fyrir almannaútvarpi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira