Innlent

Vilja ekki HR í Vatnsmýrina

Stjórn Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík,sendi frá sér ályktun í gær þar sem hún furðar sig á þeirri ákvörðun R-listans að bjóða Háskóla Reykjavíkur eitt dýrmætasta útivistarsvæði Reykjavíkurborgar, Vatnsmýrina, undir byggingu nýs húsnæðis HR. Hvöt hvetji til að Vatnsmýrin verði nýtt sem útivistarsvæði fyrir borgarbúa, líkt og núverandi skipulag geri ráð fyrir. Þrátt fyrir það leggjur Hvöt áherslu á að Háskólinn í Reykjavík verði staðsettur í borginni og hvetur því borgarstjórn að bjóða HR annað svæði í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, segir þetta furðulegan fyrirslátt þar sem í hugmyndum R-listans sé gert ráð fyrir að útivistarsvæðið við Nauthólsvík verði stækkað frá því sem nú er, sem samsvari fimm Austurvöllum. Dagur segir að háskóli sé einmitt stofnun sem best sé treystandi fyrir svæði í nálægð við útivistarperlur. Hann segir að þess hafi verið mjög vel gætt að ganga hvorki á útivistarsvæði Öskjuhlíðar né Nauthólsvíkur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×