Faria hefur ekkert að fela 11. apríl 2005 00:01 Leikmenn Bayern Munchen segjast munu mæta fullir sjálfstrausts í síðari leikinn í einvíginu gegn Chelsea í 8-liðum Meistaradeildarinnar í kvöld. Felix Magath, þjálfari Bayern, hefur endurheimt tvo helstu sóknarmenn sína, Roy Makaay og Claudio Pizarro, sem voru meiddir í fyrri leiknum. Sá leikmaður sem Magath óttast mest í liði andstæðinganna er Didier Drogba. "Ég verð að viðurkenna að við áttum ekki fullkominn dag í fyrri leiknum og Drogba var ein af ástæðunum fyrir því," segir Magath en varnarmenn Bayern réðu ekkert við líkamlegan styrk Drogba. "Robert Kovac þekkir nú betur inn á leikstíl Drogba og ég veit að við munum taka betur á honum á morgun," bætir Magath við. Willy Sagnol, hægri bakvörður Bayern, segir Drogba hafa verið martröð. "Hann er ekki bara sterkur heldur líka skynsamur," segir Sagnol. Markið sem Michael Ballack skoraði úr vítaspyrnu á síðustu mínútu fyrri leiksins gæti reynst heldur betur dýrmætt og nægir Bayern 2-0 sigur til að komast áfram eftir 4-2 tapið í fyrri leiknum. Ballack hefur legið undir harðri gagnrýni síðustu daga fyrir leikaraskap þegar hann fiskaði vítið en í gær tjáði hann sig loksins um atvikið. "Þetta var klárt víti," staðhæfði Ballack ákveðinn. "Ef að leikmenn Chelsea eru eitthvað að nöldra um vítaspyrnudóminn þá sýnir það bara að þeir eru stressaðir," segir Ballack jafnframt. Jose Mourinho, sem verður aftur í leikbanni í kvöld, kveðst ætla að fá sér sæti í stúkunni á meðan leikurinn fer fram, en ekki horfa á hann í sjónvarpi rétt eins og hann gerði í fyrri leiknum. "Ég verð í sjónfæri við myndavélarnar," segir Mourinho en víst er að ófáar myndavélarnar munu beinast af honum til að sjá hvort hann verði í einhverju fjarskiptasambandi við varamannabekk Chelsea. Sá sem sagður var vera að taka á móti skilaboðum frá Mourinho í fyrri leiknum, úthaldsþjálfarinn Rui Faria, segir ásakanirnar glórulausar. "Ég mun allavega vera aftur með húfuna á hausnum," segir Faria en hún var sögð fela búnað í hægra eyra hans. "Það var ekkert undir húfunni. Ég hef ekkert að fela," sagði Faria og bætti við að hann væri ekki hinn hefðbundni úthaldsþjálfari og því væri sjálfsagt mál að hann skipti sér af taktískum breytingum endrum og sinnum. Fullvíst er talið að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea í stöðu fremsta miðjumanns og bendir allt til þess að Mourinho stilli upp nákvæmlega sama liði og í fyrri leiknum. Hann segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að Chelsea komist yfir þá hindrun sem Bayern er. "Ég tel okkur vel geta farið alla leið í þessari keppni," segir Eiður Smári. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn kl. 18:45 í kvöld og strax að honum loknum verður viðureign Inter og AC Milan á dagskrá. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Sjá meira
Leikmenn Bayern Munchen segjast munu mæta fullir sjálfstrausts í síðari leikinn í einvíginu gegn Chelsea í 8-liðum Meistaradeildarinnar í kvöld. Felix Magath, þjálfari Bayern, hefur endurheimt tvo helstu sóknarmenn sína, Roy Makaay og Claudio Pizarro, sem voru meiddir í fyrri leiknum. Sá leikmaður sem Magath óttast mest í liði andstæðinganna er Didier Drogba. "Ég verð að viðurkenna að við áttum ekki fullkominn dag í fyrri leiknum og Drogba var ein af ástæðunum fyrir því," segir Magath en varnarmenn Bayern réðu ekkert við líkamlegan styrk Drogba. "Robert Kovac þekkir nú betur inn á leikstíl Drogba og ég veit að við munum taka betur á honum á morgun," bætir Magath við. Willy Sagnol, hægri bakvörður Bayern, segir Drogba hafa verið martröð. "Hann er ekki bara sterkur heldur líka skynsamur," segir Sagnol. Markið sem Michael Ballack skoraði úr vítaspyrnu á síðustu mínútu fyrri leiksins gæti reynst heldur betur dýrmætt og nægir Bayern 2-0 sigur til að komast áfram eftir 4-2 tapið í fyrri leiknum. Ballack hefur legið undir harðri gagnrýni síðustu daga fyrir leikaraskap þegar hann fiskaði vítið en í gær tjáði hann sig loksins um atvikið. "Þetta var klárt víti," staðhæfði Ballack ákveðinn. "Ef að leikmenn Chelsea eru eitthvað að nöldra um vítaspyrnudóminn þá sýnir það bara að þeir eru stressaðir," segir Ballack jafnframt. Jose Mourinho, sem verður aftur í leikbanni í kvöld, kveðst ætla að fá sér sæti í stúkunni á meðan leikurinn fer fram, en ekki horfa á hann í sjónvarpi rétt eins og hann gerði í fyrri leiknum. "Ég verð í sjónfæri við myndavélarnar," segir Mourinho en víst er að ófáar myndavélarnar munu beinast af honum til að sjá hvort hann verði í einhverju fjarskiptasambandi við varamannabekk Chelsea. Sá sem sagður var vera að taka á móti skilaboðum frá Mourinho í fyrri leiknum, úthaldsþjálfarinn Rui Faria, segir ásakanirnar glórulausar. "Ég mun allavega vera aftur með húfuna á hausnum," segir Faria en hún var sögð fela búnað í hægra eyra hans. "Það var ekkert undir húfunni. Ég hef ekkert að fela," sagði Faria og bætti við að hann væri ekki hinn hefðbundni úthaldsþjálfari og því væri sjálfsagt mál að hann skipti sér af taktískum breytingum endrum og sinnum. Fullvíst er talið að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea í stöðu fremsta miðjumanns og bendir allt til þess að Mourinho stilli upp nákvæmlega sama liði og í fyrri leiknum. Hann segist ekkert sjá því til fyrirstöðu að Chelsea komist yfir þá hindrun sem Bayern er. "Ég tel okkur vel geta farið alla leið í þessari keppni," segir Eiður Smári. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn kl. 18:45 í kvöld og strax að honum loknum verður viðureign Inter og AC Milan á dagskrá.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Sjá meira