Fá tíu milljóna eingreiðslu 29. júní 2005 00:01 Eigendur stofnfjár í Sparisjóði Hafnarfjarðar, sem hafa samþykkt að selja bréf sín að fengnu samþykki stjórnar, hafa fengið 10 milljón króna eingreiðslu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að um 30 stofnfjáreigendur hafi fallist á að selja bréf sín, þar á meðal nokkrir sem kusu ekki núverandi stjórn á síðasta aðalfundi. Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar fundaði í gær í fyrsta skipti eftir að fréttist að sala stofnfjárhluta væri hafin. Ekki er vitað til þess að hún hafi afgreitt framsöl á stofnfjárhlutum en engar slíkar óskir lágu fyrir á þriðjudaginn. Fyrir fundinum lá beiðni frá fimm stofnfjáreigendum undir forystu Helga Vilhjálmssonar í Góu um að stjórnin kalli saman fund stofnfjáreigenda og skýri frá gangi mála varðandi sölu á stofnfjárhlutum. Páll Pálsson, stjórnarformaður SPH, vildi ekkert tjá sig um efni fundarins. Þótt margir stofnfjáraðilar hafi sett sig upp á móti kaupunum er sennilega hægt að komast yfir sjóðinn annars vegar með því að einn og sami kaupandinn eignist nær alla stofnfjárhluti, og nái þar með um 95 prósenta eignarhlut, eða, sem teljast verður líklegra, að nokkrir aðilar kaupi stofnféð undir merkjum eignarhaldsfélaga sem hvert um sig á um fimm prósent. Sú leið hefur gefist vel innan SPRON. Til þess þurfa 32 stofnfjáreigendur að selja bréf sín þannig að stór meirihluti hafi myndast sem geti breytt samþykktum sjóðsins. Væntanlega þarf þó fleiri til þess að tryggja endanlega yfirtöku. Ekki er þó útilokað að Fjármálaeftirlitið myndi skoða gaumgæfilega hvort tengsl eigenda þessara félaga væru það mikil að þeir teldust einn og sami aðilinn og hefðu því aðeins fimm prósenta atkvæðishlut. Deilurnar sem stóðu um yfirráð á Sparisjóði Skagafjarðar á dögunum sýndu að yfirtaka á sparisjóði er nánast ómöguleg ef hópur stofnfjáreigenda setur sig upp á móti áformum meirihluta og óskar eftir rannsókn Fjármálaeftirlitsins. Í gær rann út sá frestur sem stofnfjáreigendur hafa til þess að skila inn svörum til Fjármálaeftirlitsins varðandi hugsanleg framsöl á stofnfjárhlutum. Lögmenn munu hafa ráðlagt stofnfjáreigendum að svara bréfinu. Línur gætu því skýrst mjög fljótlega um það hver eða hverjir vilji komast yfir SPH. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent E. coli í frönskum osti Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Eigendur stofnfjár í Sparisjóði Hafnarfjarðar, sem hafa samþykkt að selja bréf sín að fengnu samþykki stjórnar, hafa fengið 10 milljón króna eingreiðslu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að um 30 stofnfjáreigendur hafi fallist á að selja bréf sín, þar á meðal nokkrir sem kusu ekki núverandi stjórn á síðasta aðalfundi. Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar fundaði í gær í fyrsta skipti eftir að fréttist að sala stofnfjárhluta væri hafin. Ekki er vitað til þess að hún hafi afgreitt framsöl á stofnfjárhlutum en engar slíkar óskir lágu fyrir á þriðjudaginn. Fyrir fundinum lá beiðni frá fimm stofnfjáreigendum undir forystu Helga Vilhjálmssonar í Góu um að stjórnin kalli saman fund stofnfjáreigenda og skýri frá gangi mála varðandi sölu á stofnfjárhlutum. Páll Pálsson, stjórnarformaður SPH, vildi ekkert tjá sig um efni fundarins. Þótt margir stofnfjáraðilar hafi sett sig upp á móti kaupunum er sennilega hægt að komast yfir sjóðinn annars vegar með því að einn og sami kaupandinn eignist nær alla stofnfjárhluti, og nái þar með um 95 prósenta eignarhlut, eða, sem teljast verður líklegra, að nokkrir aðilar kaupi stofnféð undir merkjum eignarhaldsfélaga sem hvert um sig á um fimm prósent. Sú leið hefur gefist vel innan SPRON. Til þess þurfa 32 stofnfjáreigendur að selja bréf sín þannig að stór meirihluti hafi myndast sem geti breytt samþykktum sjóðsins. Væntanlega þarf þó fleiri til þess að tryggja endanlega yfirtöku. Ekki er þó útilokað að Fjármálaeftirlitið myndi skoða gaumgæfilega hvort tengsl eigenda þessara félaga væru það mikil að þeir teldust einn og sami aðilinn og hefðu því aðeins fimm prósenta atkvæðishlut. Deilurnar sem stóðu um yfirráð á Sparisjóði Skagafjarðar á dögunum sýndu að yfirtaka á sparisjóði er nánast ómöguleg ef hópur stofnfjáreigenda setur sig upp á móti áformum meirihluta og óskar eftir rannsókn Fjármálaeftirlitsins. Í gær rann út sá frestur sem stofnfjáreigendur hafa til þess að skila inn svörum til Fjármálaeftirlitsins varðandi hugsanleg framsöl á stofnfjárhlutum. Lögmenn munu hafa ráðlagt stofnfjáreigendum að svara bréfinu. Línur gætu því skýrst mjög fljótlega um það hver eða hverjir vilji komast yfir SPH.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent E. coli í frönskum osti Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira