Ekkert stofnfé hafi verið selt 25. júní 2005 00:01 Stjórnarformaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar, Páll Pálsson, segir að enginn stofnfjáreigandi hafi selt hlut sinn. Í yfirlýsingu sem hann sendi í gærkvöldi, fyrir hönd stjórnar sparisjóðsins, kemur fram að viðskipti með bréf séu háð samþykki stjórnar og að engin beiðni hafi borist stjórninni frá stofnfjáraðilum um að framselja bréf sín. Fréttastofa Bylgjunnar hringdi í Pál í morgun en hann hafnaði viðtali. Spurður um hvort stofnfjáreigendum hefði verið gert tilboð í bréf sín svaraði Páll að hann vissi ekki til þess. Í yfirlýsingu hans kemur fram að það sé vilji þeirra manna sem tóku við stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar hinn 20. apríl síðastliðinn að fjölga stofnfjáraðilum. Til þess þurfi hins vegar 2/3 hluta atkvæða á aðalfundi en þann styrk hafi stjórnin ekki í stofnfjáraðilahópnum. Það hafi jafnframt verið afstaða hinnar nýju stjórnar að standa ekki í vegi fyrir því ef stofnfjáraðilar vildu framselja bréf sín. Berist slík beiðni verði hún að sjálfsögðu tekin fyrir og fullnægi hún skilyrðum laga muni sitjandi stjórn væntanlega taka hana til greina. Vakin er athygli á því að viðskipti með stofnfé í nokkrum öðrum sparisjóðum hafi verið fjörleg, til að mynda hafi meira en helmingur alls stofnfjár í SPRON skipt um eigendur á allra síðustu misserum. Segir Páll í yfirlýsingunni ekkert óeðlilegt við það að fjárfestar sýni bréfum í Sparisjóði Hafnarfjarðar áhuga. Stjórnin telji það af hinu góða ef öflugir fjárfestar hafi áhuga fyrir sparisjóðnum og séu reiðubúnir til að fjárfesta í stofnfé hans. Sparisjóðurinn þurfi á því að halda að nýir og öflugir einstaklingar komi að stjórn sjóðsins og rekstri. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Stjórnarformaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar, Páll Pálsson, segir að enginn stofnfjáreigandi hafi selt hlut sinn. Í yfirlýsingu sem hann sendi í gærkvöldi, fyrir hönd stjórnar sparisjóðsins, kemur fram að viðskipti með bréf séu háð samþykki stjórnar og að engin beiðni hafi borist stjórninni frá stofnfjáraðilum um að framselja bréf sín. Fréttastofa Bylgjunnar hringdi í Pál í morgun en hann hafnaði viðtali. Spurður um hvort stofnfjáreigendum hefði verið gert tilboð í bréf sín svaraði Páll að hann vissi ekki til þess. Í yfirlýsingu hans kemur fram að það sé vilji þeirra manna sem tóku við stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar hinn 20. apríl síðastliðinn að fjölga stofnfjáraðilum. Til þess þurfi hins vegar 2/3 hluta atkvæða á aðalfundi en þann styrk hafi stjórnin ekki í stofnfjáraðilahópnum. Það hafi jafnframt verið afstaða hinnar nýju stjórnar að standa ekki í vegi fyrir því ef stofnfjáraðilar vildu framselja bréf sín. Berist slík beiðni verði hún að sjálfsögðu tekin fyrir og fullnægi hún skilyrðum laga muni sitjandi stjórn væntanlega taka hana til greina. Vakin er athygli á því að viðskipti með stofnfé í nokkrum öðrum sparisjóðum hafi verið fjörleg, til að mynda hafi meira en helmingur alls stofnfjár í SPRON skipt um eigendur á allra síðustu misserum. Segir Páll í yfirlýsingunni ekkert óeðlilegt við það að fjárfestar sýni bréfum í Sparisjóði Hafnarfjarðar áhuga. Stjórnin telji það af hinu góða ef öflugir fjárfestar hafi áhuga fyrir sparisjóðnum og séu reiðubúnir til að fjárfesta í stofnfé hans. Sparisjóðurinn þurfi á því að halda að nýir og öflugir einstaklingar komi að stjórn sjóðsins og rekstri.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira