Erlent

Fundu fjöldagröf í Írak

Fjöldagröf með 1500 líkum hefur fundist í suðurhluta Íraks. Talið er að líkamsleifarnar séu af Kúrdum sem voru hraktir frá heimilum sínum seint á níunda áratug síðustu aldar. Flest fórnarlambanna voru konur og börn sem var stillt upp á grafarbakkanum og skotin með AK-47 hríðskotariflum. Tvö af hverjum þremur líkum sem fundist hafa eru af unglingum og börnum. Réttarrannsókn fer fram á líkunum innan skamms til að skera úr um hvort að hægt er nota gröfina sem sönnunargagn í dómsmáli gegn Saddam Hussein og samverkamanna hans sem tekið verður fyrir innan skamms.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×