Erlent

Slösuðust í sprengingu í Tyrklandi

Fimm tyrkneskir lögreglumenn slösuðust í sprengingu í ferðamannabænum Kusadasi í vesturhluta Tyrklands í morgun. Lögreglumennirnir höfðu verið kallaðaðir að styttu í bænum til þess að rannsaka grunsamlegan pakka sem var þar og voru að girða svæðið af þegar sprengjan sprakk. Einn lögreglumannanna missti handlegg í sprengingunni en allir fimm voru fluttir á sjúkrahús. Ekki er ljóst hver stóð á bak við tilræðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×