Erlent

Skutu á rútu með ferðamönnum

Tvær konur skutu í dag á rútu með ferðamönnum í suðurhluta Kaíróborgar í Egyptalandi án þess þó að drepa eða særa nokkurn. Haft er eftir lögreglu að í kjölfarið hafi önnur þeirra skotið hina og svo sjálfa sig og særðist hún nokkuð við það. Lögregla telur að önnur kvennanna hafi verið eiginkona manns sem eftirlýstur er í tengslum við sprengjuárás á ferðamenn í miðborg Kaíró í upphafi mánaðarins, en þar létust þrír ferðamenn auk sjálfsmorðsárásarmanns. Fyrr í dag lést Egypti og sjö særðust, þar af fjórir erlendir ferðamenn, í sprengjuárás nærri þjóðminjasafninu í Kaíró, en árásum á ferðamenn í Egyptalandi hefur fjölgað nokkuð að undanförnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×