Erlent

Má ekki fara í fóstureyðingu

Dómstóll í Flórída í Bandaríkjunum hefur meinað þrettán ára gamalli stúlku að fara í fóstureyðingu á þeim grundvelli að hana skorti þroska til að taka slíka ákvörðun. Stúlkan er komin þrjá mánuði á leið og hugðist láta eyða fóstrinu á þriðjudaginn var en barnaverndaryfirvöld fóru með málið fyrir dómstóla og héldu því fram að stúlkan, sem er á framfæri ríkisins, væri of ung og óþroskuð til þess að taka upplýsta ákvörðun í málinu. Þessi rök féllst dómari á og setti tímabundið lögbann á fóstureyðingu auk þess sem stúlkan skyldi fara í geðrannsókn. Bandarísku mannréttindasamtökin, American Civil Liberties Union, hyggjast áfrýja málinu fyrir hönd stúlkunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×