Innlent

Hitaveita á Eskifirði

Verið er að leggja hitaveitu á Eskifirði og verða fyrstu húsin tengd í júní. "Farið var í skipulega leit í Fjarðabyggð eftir sameiningu sveitarfélagsins og er hitaveitan á Eskifirði niðurstaðan af því," segir Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í Fjarðabyggð. Leitað er að heitu vatni á Reyðarfirði og í Norðfirði en áður voru firðirnir alltaf taldir köld svæði. Leitin er lengra komin á Reyðarfirði; þar hafa fundist "góðar vísbendingar" en ekki er búið að staðsetja tilraunaholur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×