Erlent

Ránið reyndist hafa verið flótti

Ástin á sér mörg leyndarmál en fá jafnskrautleg og þau sem Jennifer Wilbanks átti sér um skamma stund. Á þriðjudagskvöldið var fór Jennifer Wilbanks út að skokka eins og venjulega en í þetta skipti kom hún ekki aftur heim. Ekkert fréttist af henni og unnusti hennar hafði samband við lögreglu. Fjölmiðlar vestra tönnluðust á því sem hljómaði eins og ákaflega sorgleg saga. Í gær þegar hætta átti leitinni að henni hafði Jennifer samband við unnustan frá Nýja-Mexíkó, meira en tvö þúsund kílómetra frá heimili þeirra. Hún sagði að sér hefði verið rænt. Sagan var á þá leið að karl og kona hefðu rænt henni og klippt á henni hárið og að hún vissi ekki hvar hún væri. Lögreglan rakti símtalið, fann Jennifer og komst að sannleikanum í málinu. Ray Schultz, lögreglustjóri í Alburquerque, segir að lögreglumenn hafi komist að því að Jennifer hefði orðið hrædd og áhyggjufull út af hjónabandinu sem hún væri að ganga í og því hafi hún ákveðið að hún þyrfti að vera ein með sjálfri sér. Á lagið var sem sagt of mikið og Jennifer stakk af. Fyrst tók hún rútu til Las Vegas. Þaðan lá leiðin til Albuquerque í Nýja-Mexíkó þar sem peningarnir kláruðust. Spurningin nú hlýtur að vera hvaða líkur séu á því að nú liggi leiðin upp að altarinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×