Erlent

Minnast loka stríðsins

Tugþúsundir tóku þátt í hátíðarhöldum í Ho Chi Minh-borg í Víetnam í tilefni þess að 30 ár eru liðin síðan Víetnamstríðinu lauk. Forsætisráðherra Víetnam sagði að sigurinn 1975 væri "að eilífu ritaður í sögu landsins". Hann sagði mörg vandamál blasa við sem þyrfti að leysa og því ættu Víetnamar að líta fram á við. Stjórvöld sögðu að vonast væri til að afmælishöldin hjálpuðu til við að endurvekja þjóðernisstolt meðal ungmenna landsins. Um tveir þriðju af 84 milljónum Víetnama eru undir þrítugu. Meðal þess sem gert var til að halda upp á daginn var skrúðganga fyrrum Víetkong-liða og sérstök hátíð fyrir þá sem fæddust á þessum degi fyrir þrjátíu árum. Talið er að þrjár milljónir Víetnama og 58 þúsund bandarískir hermenn hafi látið lífið í stríðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×