Erlent

Árásir á ferðamannasvæðum

Tvennt lést og að minnsta kosti tíu særðust í tveim árásum á vinsælum ferðamannastöðum í Kaíró í Egyptalandi í gær. Talið er að þau bæði sem létust hafi verið árásarfólk. Samkvæmt heimildum AP fréttastofunnar er talið að árásirnar séu tengdar. Í fyrra skiptið stökk maður fram af brú í miðborg Kaíró með sprengju innanklæða með þeim afleiðingum að sprengjumaðurinn lést, þrír Egyptar og fjórir ferðamenn særðust; ísraelsk hjón, sænskur maður og ítölsk kona. Sár þeirra eru ekki talin alvarleg. Að sögn innanríkisáðuneytisins í Egyptalandi var lögreglan að elta manninn þegar hann stökk og sprengdi sprengjunna. Hann var grunaður um aðild að sprengja sprakk á markaði þann 7. apríl þar sem tveir Frakkar og Bandaríkjamenn létust. Um tveimur klukkustundum síðar hófu tvær konur skothríð í ferðamannarútu í gamla hluta borgarinnar. Önnur þeirra lést og talið er að hin hafi særst þegar lögreglusveitir skutu á móti. Tveir Egyptar til viðbótar særðust í árásinni, en allir ferðamennirnir í rútunni eru taldir heilir á húfi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×