Erlent

Reiðubúinn að fara burt með herinn

Forseti Sýrlands segist reiðubúinn að taka skref í þá átt að fara með her Sýrlendinga burt frá Líbanon á næstunni. Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera greinir frá því að forsetinn hafi lýst þessu yfir oftar en einu sinni á fundi sínum með yfirmanni Arababandalagsins í gær. Tugþúsundir manna söfnuðust saman á götum Beirút í gær í tilefni fundarins til þess að mótmæla hernámi Sýrlendinga í Líbanon. Eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons í síðustu viku, hefur verið þrýst mjög á Sýrlendinga að hætta afskiptum sínum af landinu. Margir gruna stjórnvöld í Sýrlandi um aðild að morðinu og síðast í gær sagði George Bush Bandaríkjaforseti að Sýrlendingar yrðu einfaldlega að yfirgefa Líbanon ef sátt ætti að nást.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×