Hver á að eiga orkulindirnar? 22. febrúar 2005 00:01 Grundvallarágreiningur í íslenskum stjórnmálum um hver eigi að eiga orkulindir þjóðarinnar kristallaðist í snörpum umræðum á Alþingi í dag. Formaður Vinstri grænna setti samstarfið innan R-listans í uppnám þegar hann strengdi þess heit að allt yrði gert til að koma í veg fyrir sameiningu orkufyrirtækja ríkisins og einkavæðingu þeirra. Þingflokksformaður framsóknar upplýsti hins vegar að stefnumörkun ríkisstjórnarinnar hefði enn ekki verið rædd í þingflokknum. Eigendur Landsvirkjunar lýstu því yfir fyrir helgi að stefnt væri að því að ríkið keypti út Reykjavíkuborg og Akureyri um næstu áramót. Samhliða lýstu ráðherrarnir því yfir að sameina ætti Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða í einn orkurisa sem ætlunin er að breyta í hlutafélag eftir þrjú ár og bjóða nýjum fjárfestum að koma inn í. Blekið er vart þornað af yfirlýsingunni þegar efasemdir vakna um bakland borgarstjórans í Reykjavík en stjórn Vinstri grænna í borginni lýsti því yfir í dag að í ljósi yfirlýsingar ráðherranna hlyti Vinstri hreyfingin - grænt framboð, sem stendur að R-listanum, að leggjast eindregið gegn því að borgin selji sinn hlut í Landsvirkjun. Efasemdir vöknuðu einnig í dag um bakland iðnaðarráðherrans. Sérstaka athygli vakti yfirlýsing formanns þingflokks framsóknarmanna, Hjálmars Árnasonar, um að stefnumörkun ríkisstjórnarinnar hefði enga umræðu fengið innan þeirra þingflokks. Hann vakti einnig athygli á því að ekki hafi verið samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins að breyta Landsvirkjun í hlutafélag. Samfylkingarmaðurinn og varaborgarfulltrúinn, Helgi Hjörvar, tók málið upp á Alþingi í dag. Hann lýsti því yfir að Samfylkingin væri algjörlega á móti því að skapa slíkan orkurisa sem síðan yrði einkavæddur. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði hins vegar mjög margt mæla með sameiningu orkufyrirtækjanna, t.a.m. lækkun verðs fyrir raforkunotendur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, skýrði áformin með því að færa þyrfti tap vegna stóriðjusamninga yfir á aðra raforkunotendur. Hann sagði að nær væri að fara í þveröfuga átt og reyna að einangra stórorkutapið í sjálfstæðu, gagnsæju fyrirtæki. Sjálfstæðismenn beindu spjótum sínum að borgarstjóranum í Reykjavík. Sigurður Kári Kristjánsson sagði þá gera þá kröfu til þeirra aðila sem komi að málinu að þeir hefðu fullt og óskorað umboð til að ganga frá því, ekki síst vegna stærðar þess og mikilvægis. Hann sagði flokkinn gera þá kröfu að við samkomulagið væri staðið og málið mætti ekki stranda á innanhússátökum í R-lista. Jón Bjarnason, þingmaður Visntri grænna, gerði Valgerði Sverrisdóttur hins vegar tilboð og sagðist myndi styðja sérstaka fjárveitingu til að gera hana að sendiherra í mjög fjarlægu landi. Valgerður svaraði því til að Jón myndi sakna sín á fyrsta degi. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Sjá meira
Grundvallarágreiningur í íslenskum stjórnmálum um hver eigi að eiga orkulindir þjóðarinnar kristallaðist í snörpum umræðum á Alþingi í dag. Formaður Vinstri grænna setti samstarfið innan R-listans í uppnám þegar hann strengdi þess heit að allt yrði gert til að koma í veg fyrir sameiningu orkufyrirtækja ríkisins og einkavæðingu þeirra. Þingflokksformaður framsóknar upplýsti hins vegar að stefnumörkun ríkisstjórnarinnar hefði enn ekki verið rædd í þingflokknum. Eigendur Landsvirkjunar lýstu því yfir fyrir helgi að stefnt væri að því að ríkið keypti út Reykjavíkuborg og Akureyri um næstu áramót. Samhliða lýstu ráðherrarnir því yfir að sameina ætti Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða í einn orkurisa sem ætlunin er að breyta í hlutafélag eftir þrjú ár og bjóða nýjum fjárfestum að koma inn í. Blekið er vart þornað af yfirlýsingunni þegar efasemdir vakna um bakland borgarstjórans í Reykjavík en stjórn Vinstri grænna í borginni lýsti því yfir í dag að í ljósi yfirlýsingar ráðherranna hlyti Vinstri hreyfingin - grænt framboð, sem stendur að R-listanum, að leggjast eindregið gegn því að borgin selji sinn hlut í Landsvirkjun. Efasemdir vöknuðu einnig í dag um bakland iðnaðarráðherrans. Sérstaka athygli vakti yfirlýsing formanns þingflokks framsóknarmanna, Hjálmars Árnasonar, um að stefnumörkun ríkisstjórnarinnar hefði enga umræðu fengið innan þeirra þingflokks. Hann vakti einnig athygli á því að ekki hafi verið samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins að breyta Landsvirkjun í hlutafélag. Samfylkingarmaðurinn og varaborgarfulltrúinn, Helgi Hjörvar, tók málið upp á Alþingi í dag. Hann lýsti því yfir að Samfylkingin væri algjörlega á móti því að skapa slíkan orkurisa sem síðan yrði einkavæddur. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði hins vegar mjög margt mæla með sameiningu orkufyrirtækjanna, t.a.m. lækkun verðs fyrir raforkunotendur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, skýrði áformin með því að færa þyrfti tap vegna stóriðjusamninga yfir á aðra raforkunotendur. Hann sagði að nær væri að fara í þveröfuga átt og reyna að einangra stórorkutapið í sjálfstæðu, gagnsæju fyrirtæki. Sjálfstæðismenn beindu spjótum sínum að borgarstjóranum í Reykjavík. Sigurður Kári Kristjánsson sagði þá gera þá kröfu til þeirra aðila sem komi að málinu að þeir hefðu fullt og óskorað umboð til að ganga frá því, ekki síst vegna stærðar þess og mikilvægis. Hann sagði flokkinn gera þá kröfu að við samkomulagið væri staðið og málið mætti ekki stranda á innanhússátökum í R-lista. Jón Bjarnason, þingmaður Visntri grænna, gerði Valgerði Sverrisdóttur hins vegar tilboð og sagðist myndi styðja sérstaka fjárveitingu til að gera hana að sendiherra í mjög fjarlægu landi. Valgerður svaraði því til að Jón myndi sakna sín á fyrsta degi.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Sjá meira