Vill stöðva greiðslur 23. júní 2005 00:01 Ríkisendurskoðun leggur til í nýrri skýrslu um framkvæmd fjárlaga að fjármálaráðuneytið stöðvi greiðslur til stofnana sem fari yfir fjögurra prósenta mörkin í fjárheimildum eða þar til gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana. Geir Haarde fjármálaráðherra telur meinbugi á að frysta launagreiðslur enda þyrfti að breyta ákvæðum í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins svo frysta megi launagreiðslur. "Ég held að þetta sé ekki raunhæft í því umhverfi sem við búum við. Forstöðumönnunum ber að fara eftir reglugerðum og halda sig innan fjárheimilda. Geri þeir það ekki getur því lyktað með áminningu eða brottvikningu ef sakir eru miklar," segir Geir. Ríkisendurskoðun gefur til kynna að forstöðumenn ríkisstofnana starfi oft í góðri trú. Stundum hafi þeir lagt til sparnaðaraðgerðir en ráðuneytin beðið þá að staldra við. "Þetta eigi sérstaklega við þegar um sé að ræða skerðiðngu á þjónustu sem geti verið pólítískt séð erfitt að réttlæta," eins og segir orðrétt í skýrslunni. Rekstrarhalli stofnana hefur verið fjármagnaður úr ríkissjóði með greiðslu launa og annars kostnaðar án þess að nauðsynlegar heimildir til slíkra útgjalda væru til staðar. Orðrétt segir: "Forstöðumenn hafa ýmist verið lattir til þess að grípa til sparnaðarráðstafana, sérstaklega ef sýnt þykir að þeim fylgi óþægilegur samdráttur í starfsemi, eða þeir ekki verið áminntir með þeim hætti sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir hlíti þeir ekki fjárlögum." Geir Haarde fjármálaráðherra segist ekki taka undir að þetta sé raunin. "En ef svo er þá er það vítavert." Geir er ekki sannfærður um að auka eigi eftirlitshlutverk fjárlaganefndar, enda sé Ríkisendurskoðun í slíku hlutverki fyrir þingið. Fjármálaráðuneytið hafi auk þess yfirumsjón með framkvæmd fjárlaganna og hvert ráðuneyti fyrir sig. "Það er gott að allir leggi sig fram um að bæta ástandið. Én ég hlýt að taka fram að ástandið hefur batnað mjög mikið á undanförnum árum. Færri stofnanir fara fram úr heimildum og upphæðirnar eru lægri en áður var. Það má hins vegar beita þeim úrræðum sem til eru og jafnvel fyrr en gert er, segir Geir Haarde. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Ríkisendurskoðun leggur til í nýrri skýrslu um framkvæmd fjárlaga að fjármálaráðuneytið stöðvi greiðslur til stofnana sem fari yfir fjögurra prósenta mörkin í fjárheimildum eða þar til gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana. Geir Haarde fjármálaráðherra telur meinbugi á að frysta launagreiðslur enda þyrfti að breyta ákvæðum í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins svo frysta megi launagreiðslur. "Ég held að þetta sé ekki raunhæft í því umhverfi sem við búum við. Forstöðumönnunum ber að fara eftir reglugerðum og halda sig innan fjárheimilda. Geri þeir það ekki getur því lyktað með áminningu eða brottvikningu ef sakir eru miklar," segir Geir. Ríkisendurskoðun gefur til kynna að forstöðumenn ríkisstofnana starfi oft í góðri trú. Stundum hafi þeir lagt til sparnaðaraðgerðir en ráðuneytin beðið þá að staldra við. "Þetta eigi sérstaklega við þegar um sé að ræða skerðiðngu á þjónustu sem geti verið pólítískt séð erfitt að réttlæta," eins og segir orðrétt í skýrslunni. Rekstrarhalli stofnana hefur verið fjármagnaður úr ríkissjóði með greiðslu launa og annars kostnaðar án þess að nauðsynlegar heimildir til slíkra útgjalda væru til staðar. Orðrétt segir: "Forstöðumenn hafa ýmist verið lattir til þess að grípa til sparnaðarráðstafana, sérstaklega ef sýnt þykir að þeim fylgi óþægilegur samdráttur í starfsemi, eða þeir ekki verið áminntir með þeim hætti sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir hlíti þeir ekki fjárlögum." Geir Haarde fjármálaráðherra segist ekki taka undir að þetta sé raunin. "En ef svo er þá er það vítavert." Geir er ekki sannfærður um að auka eigi eftirlitshlutverk fjárlaganefndar, enda sé Ríkisendurskoðun í slíku hlutverki fyrir þingið. Fjármálaráðuneytið hafi auk þess yfirumsjón með framkvæmd fjárlaganna og hvert ráðuneyti fyrir sig. "Það er gott að allir leggi sig fram um að bæta ástandið. Én ég hlýt að taka fram að ástandið hefur batnað mjög mikið á undanförnum árum. Færri stofnanir fara fram úr heimildum og upphæðirnar eru lægri en áður var. Það má hins vegar beita þeim úrræðum sem til eru og jafnvel fyrr en gert er, segir Geir Haarde.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira