Vill stöðva greiðslur 23. júní 2005 00:01 Ríkisendurskoðun leggur til í nýrri skýrslu um framkvæmd fjárlaga að fjármálaráðuneytið stöðvi greiðslur til stofnana sem fari yfir fjögurra prósenta mörkin í fjárheimildum eða þar til gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana. Geir Haarde fjármálaráðherra telur meinbugi á að frysta launagreiðslur enda þyrfti að breyta ákvæðum í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins svo frysta megi launagreiðslur. "Ég held að þetta sé ekki raunhæft í því umhverfi sem við búum við. Forstöðumönnunum ber að fara eftir reglugerðum og halda sig innan fjárheimilda. Geri þeir það ekki getur því lyktað með áminningu eða brottvikningu ef sakir eru miklar," segir Geir. Ríkisendurskoðun gefur til kynna að forstöðumenn ríkisstofnana starfi oft í góðri trú. Stundum hafi þeir lagt til sparnaðaraðgerðir en ráðuneytin beðið þá að staldra við. "Þetta eigi sérstaklega við þegar um sé að ræða skerðiðngu á þjónustu sem geti verið pólítískt séð erfitt að réttlæta," eins og segir orðrétt í skýrslunni. Rekstrarhalli stofnana hefur verið fjármagnaður úr ríkissjóði með greiðslu launa og annars kostnaðar án þess að nauðsynlegar heimildir til slíkra útgjalda væru til staðar. Orðrétt segir: "Forstöðumenn hafa ýmist verið lattir til þess að grípa til sparnaðarráðstafana, sérstaklega ef sýnt þykir að þeim fylgi óþægilegur samdráttur í starfsemi, eða þeir ekki verið áminntir með þeim hætti sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir hlíti þeir ekki fjárlögum." Geir Haarde fjármálaráðherra segist ekki taka undir að þetta sé raunin. "En ef svo er þá er það vítavert." Geir er ekki sannfærður um að auka eigi eftirlitshlutverk fjárlaganefndar, enda sé Ríkisendurskoðun í slíku hlutverki fyrir þingið. Fjármálaráðuneytið hafi auk þess yfirumsjón með framkvæmd fjárlaganna og hvert ráðuneyti fyrir sig. "Það er gott að allir leggi sig fram um að bæta ástandið. Én ég hlýt að taka fram að ástandið hefur batnað mjög mikið á undanförnum árum. Færri stofnanir fara fram úr heimildum og upphæðirnar eru lægri en áður var. Það má hins vegar beita þeim úrræðum sem til eru og jafnvel fyrr en gert er, segir Geir Haarde. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Sjá meira
Ríkisendurskoðun leggur til í nýrri skýrslu um framkvæmd fjárlaga að fjármálaráðuneytið stöðvi greiðslur til stofnana sem fari yfir fjögurra prósenta mörkin í fjárheimildum eða þar til gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana. Geir Haarde fjármálaráðherra telur meinbugi á að frysta launagreiðslur enda þyrfti að breyta ákvæðum í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins svo frysta megi launagreiðslur. "Ég held að þetta sé ekki raunhæft í því umhverfi sem við búum við. Forstöðumönnunum ber að fara eftir reglugerðum og halda sig innan fjárheimilda. Geri þeir það ekki getur því lyktað með áminningu eða brottvikningu ef sakir eru miklar," segir Geir. Ríkisendurskoðun gefur til kynna að forstöðumenn ríkisstofnana starfi oft í góðri trú. Stundum hafi þeir lagt til sparnaðaraðgerðir en ráðuneytin beðið þá að staldra við. "Þetta eigi sérstaklega við þegar um sé að ræða skerðiðngu á þjónustu sem geti verið pólítískt séð erfitt að réttlæta," eins og segir orðrétt í skýrslunni. Rekstrarhalli stofnana hefur verið fjármagnaður úr ríkissjóði með greiðslu launa og annars kostnaðar án þess að nauðsynlegar heimildir til slíkra útgjalda væru til staðar. Orðrétt segir: "Forstöðumenn hafa ýmist verið lattir til þess að grípa til sparnaðarráðstafana, sérstaklega ef sýnt þykir að þeim fylgi óþægilegur samdráttur í starfsemi, eða þeir ekki verið áminntir með þeim hætti sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir hlíti þeir ekki fjárlögum." Geir Haarde fjármálaráðherra segist ekki taka undir að þetta sé raunin. "En ef svo er þá er það vítavert." Geir er ekki sannfærður um að auka eigi eftirlitshlutverk fjárlaganefndar, enda sé Ríkisendurskoðun í slíku hlutverki fyrir þingið. Fjármálaráðuneytið hafi auk þess yfirumsjón með framkvæmd fjárlaganna og hvert ráðuneyti fyrir sig. "Það er gott að allir leggi sig fram um að bæta ástandið. Én ég hlýt að taka fram að ástandið hefur batnað mjög mikið á undanförnum árum. Færri stofnanir fara fram úr heimildum og upphæðirnar eru lægri en áður var. Það má hins vegar beita þeim úrræðum sem til eru og jafnvel fyrr en gert er, segir Geir Haarde.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Sjá meira