Afgangur en ekki halli 23. júní 2005 00:01 Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra mótmælir harðlega framsetningu Fréttablaðsins síðastliðinn þriðjudag þar sem sagði í fyrirsögn að ráðuneyti hans hefði farið alls um þrjá miljarða króna fram úr fjárlögum árin 1999 til 2003. "Blaðið birti fréttina án þess að styðjast við upplýsingar um fjárlaukalög. Þar fór verra því fréttin er röng, ekki byggð á réttum forsendum," segir Guðni. Hann segir að sönn mynd af fjárheimildum og útgjöldum fáist með því að taka ekki aðeins tillit til heimilda í fjárlögum heldur einnig fjáraukalaga sem og annarra tekna. "Á þessum fimm árum námu viðbótarheimildir í fjáraukalögum um 1,6 miljörðum króna og breytingar á tekjum merktar landbúnaði urðu einnig meiri eða sem nemur 1,6 miljörðum króna. Þannig verður ljóst að á árunum frá 1999 til ársloka 2004 var ráðuneyti mitt meira en 300 milljónum króna innan heimilda," segir Guðni. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er meðal annars fjallað um framkvæmd fjárlaga hjá landbúnaðarráðuneytinu. Uppsafnaður halli embættis yfirdýralæknis er þar talinn vera um 80 milljónir króna auk 90 milljóna króna vegna gjaldþrota sláturhúsa. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri hefur farið alls um 144 milljónir króna fram úr heimildum á þremur árum og Háskólinn á Hólum í Hjaltadal hefur á þremur árum farið alls um 110 milljónir króna fram úr heimildum. Ríkisendurskoðun segir um embætti yfirdýralæknis að óviðunandi sé að ekki skuli gripið til aðgerða gegn hallarekstrinum miklu fyrr af hálfu forstöðumanns og ráðuneytis. Í svipaðan streng er tekið varðandi rekstrarvanda Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og talið óviðunandi að skólinn sé rekinn með halla á þessu ári. "Ljóst er að rekstrarumfang var langt út fyrir fjárheimildir árið 2004. Yfir 50 milljóna króna halli myndaðist vegna fjósbyggingar. Það er ekki hægt í fljótu bragði að sjá að Landbúnaðarháskóli Íslands hafi nægjanlega traustan fjárhagsgrundvöll miðað við núverandi stöðu," segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun telur jafnframt að forstöðumaður og ráðuneyti hafi brugðist allt of seint við rekstrarvanda Háskólans á Hólum. Lagt er til að rekstrinum verði breytt nú þegar til samræmis við fjárheimildir og mælst er til þess að ráðuneytið taki af skarið í þeim málum sem lögð hafi verið fyrir það. Ríkisendurskoðun telur að skoða þurfi hvort raunhæft sé að reka fleiri en einn landbúnaðarháskóla og vísar til þess að kostnaður í skólunum á Hvanneyri og Hólum sé tveimur til þremur milljónum króna meiri á hvern nemanda en í öðrum háskólum. Í skýrslunni er talið verulega ámælisvert að stjórnendur stofni nýja deild við skólann án þess að fullnægjandi heimildir liggi fyrir. Guðni Ágústsson segir að skólarnir hafi verið sókndjarfir á síðustu árum. "Miklar væntingar eru bundnar Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla, nemendum fjölgar og mörg ný tækifæri blasa við í landbúnaði. Ég lít ávallt á það sem verkefni mitt að stofnanir innan landbúnaðarráðuneytisins séu reknar innan fjárheimilda en einnig að þær fái það sem þær þurfa til þess að sinna verkefnum sínum," segir Guðni Ágústsson Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra mótmælir harðlega framsetningu Fréttablaðsins síðastliðinn þriðjudag þar sem sagði í fyrirsögn að ráðuneyti hans hefði farið alls um þrjá miljarða króna fram úr fjárlögum árin 1999 til 2003. "Blaðið birti fréttina án þess að styðjast við upplýsingar um fjárlaukalög. Þar fór verra því fréttin er röng, ekki byggð á réttum forsendum," segir Guðni. Hann segir að sönn mynd af fjárheimildum og útgjöldum fáist með því að taka ekki aðeins tillit til heimilda í fjárlögum heldur einnig fjáraukalaga sem og annarra tekna. "Á þessum fimm árum námu viðbótarheimildir í fjáraukalögum um 1,6 miljörðum króna og breytingar á tekjum merktar landbúnaði urðu einnig meiri eða sem nemur 1,6 miljörðum króna. Þannig verður ljóst að á árunum frá 1999 til ársloka 2004 var ráðuneyti mitt meira en 300 milljónum króna innan heimilda," segir Guðni. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er meðal annars fjallað um framkvæmd fjárlaga hjá landbúnaðarráðuneytinu. Uppsafnaður halli embættis yfirdýralæknis er þar talinn vera um 80 milljónir króna auk 90 milljóna króna vegna gjaldþrota sláturhúsa. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri hefur farið alls um 144 milljónir króna fram úr heimildum á þremur árum og Háskólinn á Hólum í Hjaltadal hefur á þremur árum farið alls um 110 milljónir króna fram úr heimildum. Ríkisendurskoðun segir um embætti yfirdýralæknis að óviðunandi sé að ekki skuli gripið til aðgerða gegn hallarekstrinum miklu fyrr af hálfu forstöðumanns og ráðuneytis. Í svipaðan streng er tekið varðandi rekstrarvanda Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og talið óviðunandi að skólinn sé rekinn með halla á þessu ári. "Ljóst er að rekstrarumfang var langt út fyrir fjárheimildir árið 2004. Yfir 50 milljóna króna halli myndaðist vegna fjósbyggingar. Það er ekki hægt í fljótu bragði að sjá að Landbúnaðarháskóli Íslands hafi nægjanlega traustan fjárhagsgrundvöll miðað við núverandi stöðu," segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun telur jafnframt að forstöðumaður og ráðuneyti hafi brugðist allt of seint við rekstrarvanda Háskólans á Hólum. Lagt er til að rekstrinum verði breytt nú þegar til samræmis við fjárheimildir og mælst er til þess að ráðuneytið taki af skarið í þeim málum sem lögð hafi verið fyrir það. Ríkisendurskoðun telur að skoða þurfi hvort raunhæft sé að reka fleiri en einn landbúnaðarháskóla og vísar til þess að kostnaður í skólunum á Hvanneyri og Hólum sé tveimur til þremur milljónum króna meiri á hvern nemanda en í öðrum háskólum. Í skýrslunni er talið verulega ámælisvert að stjórnendur stofni nýja deild við skólann án þess að fullnægjandi heimildir liggi fyrir. Guðni Ágústsson segir að skólarnir hafi verið sókndjarfir á síðustu árum. "Miklar væntingar eru bundnar Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla, nemendum fjölgar og mörg ný tækifæri blasa við í landbúnaði. Ég lít ávallt á það sem verkefni mitt að stofnanir innan landbúnaðarráðuneytisins séu reknar innan fjárheimilda en einnig að þær fái það sem þær þurfa til þess að sinna verkefnum sínum," segir Guðni Ágústsson
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira