Sport

Chicago Bulls verða fyrir áfalli

Lið Chicago Bulls varð fyrir miklu áfalli í gær, þegar læknar tjáðu liðinu að miðherji liðsins, Eddie Curry, gæti ekki leikið meira með liðinu á tímabilinu vegna óreglulegs hjartsláttar. Curry hefur verið frá í nokkurn tíma meðan læknar skoðuðu hann gaumgæfilega. Rannsóknunum er ekki lokið að fullu, en læknarnir tilkynntu leikmanninum í gær að hann gæti ekki leikið meira á þessu tímabili. Þeir telja þó von á því að hann geti náð sér og haldið áfram að leika næsta vetur. Þessi tíðindi eru liði Chicago stórt áfall, því það er á leið í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 1998, eða þegar Michael Jordan gerði liðið að meisturum í síðasta sinn. Bulls hafa verið Spútniklið deildarinnar í vetur og eftir afleita byrjun, þar sem liðið tapaði m.a. fyrstu 9 leikjum sínum, hefur liðið verið á gríðarlegum spretti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×