Erlent

Abbas fundar með Bush

Leiðtogi Palestínu, Mahmoud Abbas, kom til Washington seint í gærkvöld en til stendur að hann og George Bush Bandaríkjaforseti fundi í dag. Abbas vill staðfestingu á því að Bandaríkjamenn hjálpi til við að tryggja að eftir að Ísraelar dragi herlið sitt til baka frá Gaza í sumar muni þeir ekki nota það sem afsökun til að styrkja stöðu sína enn frekar á Vesturbakkanum. Abbas segir að Ísraelar vilji byggja þar um 3700 ný heimili en það kæmi í veg fyrir að Palestínumenn gætu byggt höfuðborg framtíðarríkis síns í grendinni. Abbas er þó ekki sá eini sem ætlar að hitta Bandaríkjaforseta en Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, mun einnig hitta Bush í vikunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×