Stofnfé í SPRON verður stóraukið 7. mars 2005 00:01 Stofnfé Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) verður sjöfaldað ef heimild sem samþykkt var á aðalfundi í gær verður nýtt að fullu. Núverandi stofnfjáreigendur hafa forkaupsrétt á nýjum hlutum en samkvæmt lögum má ekki selja þá á yfirverði. Í viðskiptum með stofnfé í SPRON á markaði á síðustu mánuðum hefur stofnfé verið selt á allt að sjöföldu nafnverði. Með fjölgun stofnfjárhluta mun verð á stofnfé að líkindum lækka í samræmi við aukninguna. Verðið sem stofnfjáreigendur þurfa að greiða fyrir nýtt stofnfé verður samt sem áður langt undir markaðsvirði bréfanna. Stjórnin hefur heimild til að auka stofnfé allt að sjöfalt en ekki hefur verið ákveðið hvort eða hvenær heimildin verður nýtt til fulls. Sú heimild er hins vegar ekki háð tímamörkum og fellur því ekki úr gildi fyrr en hún er nýtt að fullu eða stofnfjáreigendafundur ákveður að breyta henni. SPRON hefur því ekki sömu möguleika og hlutafélagavædd fjármálafyrirtæki til að nýta sér til fullnustu áhuga fjárfesta á fyrirtækinu með því að gefa út nýtt hlutabréf á hærra gengi en nafnverði. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, segir að markmiðið með stofnfjáraukningunni sé að styrkja eiginfjárstöðu Sparisjóðsins. "Við erum einfaldlega að renna sterkari stoðum undir reksturinn," segir hann. Með því að styrkja eiginfjárstöðu SPRON getur fyrirtækið aukið útlán. Aðalfundur SPRON samþykkti einnig tillögu um 25,5 prósent arðgreiðslu og hækkun stofnfjár um fimm prósent. Þá var kynnt nýtt skipurit fyrirtækisins sem Guðmundur segir lið í framkvæmd hugmynda um aukin umsvif SPRON. Hann segir ekki tímabært að láta uppi hvert stefnan sé tekin. "Við erum að blása til sóknar," segir hann. Hagnaður SPRON hefur aldrei verið meiri en í fyrra en þá skilaði félagið tæplega 1,5 milljarða króna hagnaði. Útlán jukust um þriðjung og þarf SPRON að styrkja eiginfjárstöðu til að halda áfram vexti. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Stofnfé Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) verður sjöfaldað ef heimild sem samþykkt var á aðalfundi í gær verður nýtt að fullu. Núverandi stofnfjáreigendur hafa forkaupsrétt á nýjum hlutum en samkvæmt lögum má ekki selja þá á yfirverði. Í viðskiptum með stofnfé í SPRON á markaði á síðustu mánuðum hefur stofnfé verið selt á allt að sjöföldu nafnverði. Með fjölgun stofnfjárhluta mun verð á stofnfé að líkindum lækka í samræmi við aukninguna. Verðið sem stofnfjáreigendur þurfa að greiða fyrir nýtt stofnfé verður samt sem áður langt undir markaðsvirði bréfanna. Stjórnin hefur heimild til að auka stofnfé allt að sjöfalt en ekki hefur verið ákveðið hvort eða hvenær heimildin verður nýtt til fulls. Sú heimild er hins vegar ekki háð tímamörkum og fellur því ekki úr gildi fyrr en hún er nýtt að fullu eða stofnfjáreigendafundur ákveður að breyta henni. SPRON hefur því ekki sömu möguleika og hlutafélagavædd fjármálafyrirtæki til að nýta sér til fullnustu áhuga fjárfesta á fyrirtækinu með því að gefa út nýtt hlutabréf á hærra gengi en nafnverði. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, segir að markmiðið með stofnfjáraukningunni sé að styrkja eiginfjárstöðu Sparisjóðsins. "Við erum einfaldlega að renna sterkari stoðum undir reksturinn," segir hann. Með því að styrkja eiginfjárstöðu SPRON getur fyrirtækið aukið útlán. Aðalfundur SPRON samþykkti einnig tillögu um 25,5 prósent arðgreiðslu og hækkun stofnfjár um fimm prósent. Þá var kynnt nýtt skipurit fyrirtækisins sem Guðmundur segir lið í framkvæmd hugmynda um aukin umsvif SPRON. Hann segir ekki tímabært að láta uppi hvert stefnan sé tekin. "Við erum að blása til sóknar," segir hann. Hagnaður SPRON hefur aldrei verið meiri en í fyrra en þá skilaði félagið tæplega 1,5 milljarða króna hagnaði. Útlán jukust um þriðjung og þarf SPRON að styrkja eiginfjárstöðu til að halda áfram vexti.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira