Bjartsýni í herbúðum Real 6. febrúar 2005 00:01 Það er bjart yfir herbúðum Real Madrid á nýjan leik í spænska boltanum enda hefur hinum brasilíska þjálfara Vanderlei Luxemburgo tekist að fá stjörnum prýtt lið Real til að vinna saman og fyrir vikið eru kröfuharðir áhorfendur á Bernabeu farnir að styðja við bakið á því á nýjan leik. Luxemburgo hefur nú stjórnað Real Madrid til sigurs í öllum sex leikjunum síðan hann tók við í ársbyrjun og setti meira að jafna met í 4-0 sigrinum á Espanyol í fyrrakvöld því enginn þjálfari þessa fornfræga félags hefur byrjað betur. Fyrsti sigurleikur Luxemburgo kom einmitt á frestuðum sjö mínútum í leik gegn Real Sociedad sem var hætt á sínum tíma vegna sprengjuhótunar og síðan hafa komið fimm sigurleikir til viðbótar. "Liðið er farið að spila vel af því að menn eru ánægðir," sagði brasilíski þjálfarinn eftir leikinn. "Leikmenn eru einbeittir en ekki þvingaðir. Við verðum samt að bæta okkar varnarleik því þeir fengu nokkur góð færi," bætti Luxemburgo við en hann hrósaði sérstaklega fyrirliðanum Raúl, sem skoraði tvö mörk. "Við erum alls ekki komnir í góða stöðu því við þurftum sjö, átta, níu sigra í röð til að komast þangað sem við viljum. Þangað til vil ég ekki að mínir menn tali um Barcelona því við þurfum að einbeita okkur að þeim leikjum sem bíða okkar," sagði Luxemburgo eftir sigurinn á Espanyol. Real Madrid vann níu af fyrstu sextán leikjum sínum á tímabilinu, sem þykir ekki mikið fyrir lið með risastjörnu í hverju horni, en undir stjórn Luxemburgo hefur liðið náð í 18 stig af 18 mögulegum og státar af markatölunni 16-3, sem er marki meira í plús en liðið náði í fyrstu 25 leikjum sínum en þá var markatalan 25-13. Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Sjá meira
Það er bjart yfir herbúðum Real Madrid á nýjan leik í spænska boltanum enda hefur hinum brasilíska þjálfara Vanderlei Luxemburgo tekist að fá stjörnum prýtt lið Real til að vinna saman og fyrir vikið eru kröfuharðir áhorfendur á Bernabeu farnir að styðja við bakið á því á nýjan leik. Luxemburgo hefur nú stjórnað Real Madrid til sigurs í öllum sex leikjunum síðan hann tók við í ársbyrjun og setti meira að jafna met í 4-0 sigrinum á Espanyol í fyrrakvöld því enginn þjálfari þessa fornfræga félags hefur byrjað betur. Fyrsti sigurleikur Luxemburgo kom einmitt á frestuðum sjö mínútum í leik gegn Real Sociedad sem var hætt á sínum tíma vegna sprengjuhótunar og síðan hafa komið fimm sigurleikir til viðbótar. "Liðið er farið að spila vel af því að menn eru ánægðir," sagði brasilíski þjálfarinn eftir leikinn. "Leikmenn eru einbeittir en ekki þvingaðir. Við verðum samt að bæta okkar varnarleik því þeir fengu nokkur góð færi," bætti Luxemburgo við en hann hrósaði sérstaklega fyrirliðanum Raúl, sem skoraði tvö mörk. "Við erum alls ekki komnir í góða stöðu því við þurftum sjö, átta, níu sigra í röð til að komast þangað sem við viljum. Þangað til vil ég ekki að mínir menn tali um Barcelona því við þurfum að einbeita okkur að þeim leikjum sem bíða okkar," sagði Luxemburgo eftir sigurinn á Espanyol. Real Madrid vann níu af fyrstu sextán leikjum sínum á tímabilinu, sem þykir ekki mikið fyrir lið með risastjörnu í hverju horni, en undir stjórn Luxemburgo hefur liðið náð í 18 stig af 18 mögulegum og státar af markatölunni 16-3, sem er marki meira í plús en liðið náði í fyrstu 25 leikjum sínum en þá var markatalan 25-13.
Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Sjá meira