Fermetraverð fari yfir 200 þúsund 19. maí 2005 00:01 Greining Íslandsbanka spáir 15 prósenta hækkun á íbúðarverði til viðbótar þar til það staðni síðla á næsta ári. Meðalfermetraverð yrði þá komið yfir 200 þúsund krónur. Þó er tekið fram að lítið megi út af bregða til að ekki komi til lækkunar. Í niðurstöðum fræðslufundar Íslandsbanka um þróun á fasteignamarkaði kemur fram að raunverð íbúða sé í sögulegu hámarki en þó er gert ráð fyrir því að verð mjakist enn upp á við fram á næsta ár en staðni svo. Reiknað er með lítils háttar lækkun raunverðs íbúðarhúsnæðis á árinu 2007. En er ekki bjartsýni að ætla að verð haldi áfram að hækka nú þegar nýbyggingar eru fleiri en nokkru sinni, verðbólga gæti aukist og gengið lækkað? Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir að ef eitthvað sé sé greiningardeildin of svartsýn fremur en bjartsýn. Þá hafi verið rætt um stóriðjuframkvæmdir víða um land sem geti breytt myndinni talsvert. Greiningardeildin hvetur fólk frekar til að kaupa íbúð en að leigja og bíða um hríð. En nú þegar bankarnir hafa mikilla hagsmuna að gæta á fasteignamarkaði og það skiptir þá máli að verð haldist hátt og fólk haldi áfram að kaupa, er þá hægt að líta á spá greiningdeildar Íslandsbanka algerlega hlutlausum augum? Ingólfur segir að greiningardeild starfi algjörlega sjálfstætt og deildin eigi í raun allt undir þeim trúverðugleika og ábyrgð þess sem frá henni komi. Ekki sé tekið mið af hagsmunum bankans, en ef verð á íbúðarhúsnæði væri að lækka að mati deildarinnar myndi hún greina frá því, ekki bara gagnvart almenningi heldur líka stjórnendum bankans og vara við að sú þróun kynni að skaða bankann með einhverjum hætti. Innlent Viðskipti Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Greining Íslandsbanka spáir 15 prósenta hækkun á íbúðarverði til viðbótar þar til það staðni síðla á næsta ári. Meðalfermetraverð yrði þá komið yfir 200 þúsund krónur. Þó er tekið fram að lítið megi út af bregða til að ekki komi til lækkunar. Í niðurstöðum fræðslufundar Íslandsbanka um þróun á fasteignamarkaði kemur fram að raunverð íbúða sé í sögulegu hámarki en þó er gert ráð fyrir því að verð mjakist enn upp á við fram á næsta ár en staðni svo. Reiknað er með lítils háttar lækkun raunverðs íbúðarhúsnæðis á árinu 2007. En er ekki bjartsýni að ætla að verð haldi áfram að hækka nú þegar nýbyggingar eru fleiri en nokkru sinni, verðbólga gæti aukist og gengið lækkað? Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir að ef eitthvað sé sé greiningardeildin of svartsýn fremur en bjartsýn. Þá hafi verið rætt um stóriðjuframkvæmdir víða um land sem geti breytt myndinni talsvert. Greiningardeildin hvetur fólk frekar til að kaupa íbúð en að leigja og bíða um hríð. En nú þegar bankarnir hafa mikilla hagsmuna að gæta á fasteignamarkaði og það skiptir þá máli að verð haldist hátt og fólk haldi áfram að kaupa, er þá hægt að líta á spá greiningdeildar Íslandsbanka algerlega hlutlausum augum? Ingólfur segir að greiningardeild starfi algjörlega sjálfstætt og deildin eigi í raun allt undir þeim trúverðugleika og ábyrgð þess sem frá henni komi. Ekki sé tekið mið af hagsmunum bankans, en ef verð á íbúðarhúsnæði væri að lækka að mati deildarinnar myndi hún greina frá því, ekki bara gagnvart almenningi heldur líka stjórnendum bankans og vara við að sú þróun kynni að skaða bankann með einhverjum hætti.
Innlent Viðskipti Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira