Fermetraverð fari yfir 200 þúsund 19. maí 2005 00:01 Greining Íslandsbanka spáir 15 prósenta hækkun á íbúðarverði til viðbótar þar til það staðni síðla á næsta ári. Meðalfermetraverð yrði þá komið yfir 200 þúsund krónur. Þó er tekið fram að lítið megi út af bregða til að ekki komi til lækkunar. Í niðurstöðum fræðslufundar Íslandsbanka um þróun á fasteignamarkaði kemur fram að raunverð íbúða sé í sögulegu hámarki en þó er gert ráð fyrir því að verð mjakist enn upp á við fram á næsta ár en staðni svo. Reiknað er með lítils háttar lækkun raunverðs íbúðarhúsnæðis á árinu 2007. En er ekki bjartsýni að ætla að verð haldi áfram að hækka nú þegar nýbyggingar eru fleiri en nokkru sinni, verðbólga gæti aukist og gengið lækkað? Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir að ef eitthvað sé sé greiningardeildin of svartsýn fremur en bjartsýn. Þá hafi verið rætt um stóriðjuframkvæmdir víða um land sem geti breytt myndinni talsvert. Greiningardeildin hvetur fólk frekar til að kaupa íbúð en að leigja og bíða um hríð. En nú þegar bankarnir hafa mikilla hagsmuna að gæta á fasteignamarkaði og það skiptir þá máli að verð haldist hátt og fólk haldi áfram að kaupa, er þá hægt að líta á spá greiningdeildar Íslandsbanka algerlega hlutlausum augum? Ingólfur segir að greiningardeild starfi algjörlega sjálfstætt og deildin eigi í raun allt undir þeim trúverðugleika og ábyrgð þess sem frá henni komi. Ekki sé tekið mið af hagsmunum bankans, en ef verð á íbúðarhúsnæði væri að lækka að mati deildarinnar myndi hún greina frá því, ekki bara gagnvart almenningi heldur líka stjórnendum bankans og vara við að sú þróun kynni að skaða bankann með einhverjum hætti. Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Greining Íslandsbanka spáir 15 prósenta hækkun á íbúðarverði til viðbótar þar til það staðni síðla á næsta ári. Meðalfermetraverð yrði þá komið yfir 200 þúsund krónur. Þó er tekið fram að lítið megi út af bregða til að ekki komi til lækkunar. Í niðurstöðum fræðslufundar Íslandsbanka um þróun á fasteignamarkaði kemur fram að raunverð íbúða sé í sögulegu hámarki en þó er gert ráð fyrir því að verð mjakist enn upp á við fram á næsta ár en staðni svo. Reiknað er með lítils háttar lækkun raunverðs íbúðarhúsnæðis á árinu 2007. En er ekki bjartsýni að ætla að verð haldi áfram að hækka nú þegar nýbyggingar eru fleiri en nokkru sinni, verðbólga gæti aukist og gengið lækkað? Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir að ef eitthvað sé sé greiningardeildin of svartsýn fremur en bjartsýn. Þá hafi verið rætt um stóriðjuframkvæmdir víða um land sem geti breytt myndinni talsvert. Greiningardeildin hvetur fólk frekar til að kaupa íbúð en að leigja og bíða um hríð. En nú þegar bankarnir hafa mikilla hagsmuna að gæta á fasteignamarkaði og það skiptir þá máli að verð haldist hátt og fólk haldi áfram að kaupa, er þá hægt að líta á spá greiningdeildar Íslandsbanka algerlega hlutlausum augum? Ingólfur segir að greiningardeild starfi algjörlega sjálfstætt og deildin eigi í raun allt undir þeim trúverðugleika og ábyrgð þess sem frá henni komi. Ekki sé tekið mið af hagsmunum bankans, en ef verð á íbúðarhúsnæði væri að lækka að mati deildarinnar myndi hún greina frá því, ekki bara gagnvart almenningi heldur líka stjórnendum bankans og vara við að sú þróun kynni að skaða bankann með einhverjum hætti.
Innlent Viðskipti Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira