Sport

Íhugar að fella niður þjóðsöngva á landsleikjum

Sepp Blatter íhugar róttækar breytingar á fyrirkomulagi á landsleikjum í kjölfar óláta undanfarið
Sepp Blatter íhugar róttækar breytingar á fyrirkomulagi á landsleikjum í kjölfar óláta undanfarið NordicPhotos/GettyImagas

Sepp Blatter, forseti FIFA, segist vera að hugsa um að leggja fyrir stjórn sambandsins tillögu um að leggja niður þann sið að flytja þjóðsöngva fyrir landsleiki í knattspyrnu vegna þeirrar vanvirðingar sem þjóðir séu farnar að sýna hvor annari við flutning söngvanna í dag.

Jim Boyce, forseti írska knattspyrnusambandsins, lagði fram kvörtun til Blatter eftir að áhorfendur á leik Wales og Norður-Írlands bauluðu hvor á annan á meðan þjóðsöngvarnir voru leiknir á leik liðanna um daginn og lagði til við Blatter að tekinn yrði upp alþjóðlegur knattspyrnusöngur fyrir öll lið til að koma í veg fyrir að þessi nýja iðja kæmi af stað frekari illindum milli knattspyrnuþjóða.

"Það sýnir ótrúlega vanvirðingu að blístra og baula á meðan þjóðsöngur mótherjanna er leikinn og við getum ekki annað en tekið þessar athugasemdir alvarlega," sagði Blatter, sem einnig er sagður vera að íhuga að skylda knattspyrnumenn til að takast í hendur eftir landsleiki.

"Það gengur ekki að leikmenn stormi bara af velli eins og þjófar. Við verðum að taka því sem geriðst í Istanbul um daginn mjög alvarlega og við höfum dregið nokkrar ályktanir af þessu atviki. Kannski að við ættum að láta spila svona leiki á hlutlausum völlum þar sem hægt er að koma við almennilegum öryggisráðstöfunum og skipulagi," sagði Blatter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×