Sport

Totti áfram hjá Roma

Francesco Totti fyrirliði Roma tók af allan vafa um framtíð sína hjá félaginu þegar hann skrifaði undir brakandi nýjan 5 ára samning. Útlit var fyrir að "herra Roma" væri á förum frá félaginu þar sem tíðar sögusagnir hafa verið af ósætti milli hans og knattspyrnustjorans. Hann hefur meðal annars verið sterklega orðaður við AC Milan og Real Madrid en gerði þess í stað milljóna samning um að vera áfram hjá uppeldisfélagi sínu. Talið er að samningur Totti til 2010 sé virði um 900 milljóna íslenskra króna eða 10,4 milljónir Evra. Þá fær Roma allar tekjur af ímyndarrétti Totti svo sem treyjusölu. Totti var skilinn útundan við valið á ítalska hópnum sem mætir Norðmönnum í undankeppni HM á laugardag en Lippi landsliðsþjálfari kveður niður allt slúður í ítölskum fjölmiðlum í dag, segir að allt sé í góðu á milli þeirra og þetta sé nú aðeins gegn Norðmönnum sem Totti sé hvíldur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×