Stjórnarslit hafi ekki verið nærri 31. maí 2005 00:01 Forsætisráðherra segir að aldrei hafi legið nærri stjórnarslitum vegna sölunnar á ríkisbönkunum. Hann segir úttekt Fréttablaðsins á einkavæðingunni innihalda rangfærslur sem hefði mátt leiðrétta með einu símtali, en aldrei hafi verið leitað eftir upplýsingum úr ráðuneytinu. Fréttablaðið hefur undanfarna fjóra daga birt greinar um söluna á hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Þar hefur meðal annars komið fram að Halldór Ásgrímsson hafi rætt við fulltrúa S-hópsins og Kaldbaks, sem báðir vildu eignast Búnaðarbankann haustið 2002, og hvatt þá til að sameinast um tilboð. Halldór segir ekkert óeðlilegt við þessi samskipti. Hann segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson hafa leitað eftir samtali við sig en hann hafi ekki haft tíma í það, auk þess sem ráðherra var staddur á Selfossi, og beðið þá um að hringja í sig sem þeir hafi gert. Halldór segist hafa sagt að hann gæti lítið gert í málinu en farsælast væri ef þeir gætu sameinast í málinu. „Þeir gerðu það ekki og ég hafði engin frekari afskipti af því," segir Halldór. Halldór segist enn fremur hafa veitt ýmis samtöl í gegnum tíðina og það geri hann á hverjum einasta degi. Í úttektinni segir einnig að einkavæðingarnefnd hafi ekki verið látin vita af ákvörðun stjórnvalda um að selja Búnaðarbankann um leið og Landsbankann. Var eðlilegt að taka þannig fram fyrir hendurnar á nefndinni sem átti að sjá um einkavæðinguna? Halldór segir að það hafi alderu verið gert. Það liggi þó ljóst fyrir að ráðherrar taki endanlegar ákvarðanir en ekki embættismenn. Halldór segir það einnig „tóma vitleysu" að hann hafi hótað stjórnarslitum vegna málsins. „Allt þetta hefði verið hægt að leiðrétta með einu símtali en viðkomandi virðast ekki hafa haft áhuga á því," segir forsætisráðherra. Það fer ekki milli mála þegar umfjöllun um málið er skoðuð að ýjað er að því að stjórnarflokkarnir hafi verið að búa til þóknanlega kaupendur að bönkunum. Halldór neitar því og segir einfaldlega hafa verið auglýst eftir kaupendum. „Bankarnir voru að meirihluta seldir á almennum markaði. Síðan var ákveðið að leita að kjölfestufjárfestum inn í bankana. Fyrst var reynt að ná erlendum aðilum inn í bankana, sérstaklega árið 2001, það tókst ekki. Síðan kemur bréf frá þeim Samson-mönnum og það setur hlutina í gang á nýjan leik og þá eru bankarnir einfaldlega auglýstir,“ segir Halldór. Halldór segir fimm aðila hafa haft áhuga á málinu og einkavæðingarnefnd og sá erlendi banki sem hafi verið ráðgjafi í málinu, HSBC, hafi ráðlagt að rætt yrði við þrjá aðila og það hafi verið. Tveir þeirra hafi keypt bankana og það hafi allt verið gert samkvæmt ráðleggingum einkavæðingarnefndar og þess HSBC. Það sé sannleikurinn í málinu. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Forsætisráðherra segir að aldrei hafi legið nærri stjórnarslitum vegna sölunnar á ríkisbönkunum. Hann segir úttekt Fréttablaðsins á einkavæðingunni innihalda rangfærslur sem hefði mátt leiðrétta með einu símtali, en aldrei hafi verið leitað eftir upplýsingum úr ráðuneytinu. Fréttablaðið hefur undanfarna fjóra daga birt greinar um söluna á hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Þar hefur meðal annars komið fram að Halldór Ásgrímsson hafi rætt við fulltrúa S-hópsins og Kaldbaks, sem báðir vildu eignast Búnaðarbankann haustið 2002, og hvatt þá til að sameinast um tilboð. Halldór segir ekkert óeðlilegt við þessi samskipti. Hann segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson hafa leitað eftir samtali við sig en hann hafi ekki haft tíma í það, auk þess sem ráðherra var staddur á Selfossi, og beðið þá um að hringja í sig sem þeir hafi gert. Halldór segist hafa sagt að hann gæti lítið gert í málinu en farsælast væri ef þeir gætu sameinast í málinu. „Þeir gerðu það ekki og ég hafði engin frekari afskipti af því," segir Halldór. Halldór segist enn fremur hafa veitt ýmis samtöl í gegnum tíðina og það geri hann á hverjum einasta degi. Í úttektinni segir einnig að einkavæðingarnefnd hafi ekki verið látin vita af ákvörðun stjórnvalda um að selja Búnaðarbankann um leið og Landsbankann. Var eðlilegt að taka þannig fram fyrir hendurnar á nefndinni sem átti að sjá um einkavæðinguna? Halldór segir að það hafi alderu verið gert. Það liggi þó ljóst fyrir að ráðherrar taki endanlegar ákvarðanir en ekki embættismenn. Halldór segir það einnig „tóma vitleysu" að hann hafi hótað stjórnarslitum vegna málsins. „Allt þetta hefði verið hægt að leiðrétta með einu símtali en viðkomandi virðast ekki hafa haft áhuga á því," segir forsætisráðherra. Það fer ekki milli mála þegar umfjöllun um málið er skoðuð að ýjað er að því að stjórnarflokkarnir hafi verið að búa til þóknanlega kaupendur að bönkunum. Halldór neitar því og segir einfaldlega hafa verið auglýst eftir kaupendum. „Bankarnir voru að meirihluta seldir á almennum markaði. Síðan var ákveðið að leita að kjölfestufjárfestum inn í bankana. Fyrst var reynt að ná erlendum aðilum inn í bankana, sérstaklega árið 2001, það tókst ekki. Síðan kemur bréf frá þeim Samson-mönnum og það setur hlutina í gang á nýjan leik og þá eru bankarnir einfaldlega auglýstir,“ segir Halldór. Halldór segir fimm aðila hafa haft áhuga á málinu og einkavæðingarnefnd og sá erlendi banki sem hafi verið ráðgjafi í málinu, HSBC, hafi ráðlagt að rætt yrði við þrjá aðila og það hafi verið. Tveir þeirra hafi keypt bankana og það hafi allt verið gert samkvæmt ráðleggingum einkavæðingarnefndar og þess HSBC. Það sé sannleikurinn í málinu.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira