Viðskipti innlent

Kaupir banka í Búlgaríu

Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator Bulgaria Holding, komst í morgun að samkomulagi við eigendur búlgarska bankann, EIBANK, um kaup á þrjátíu og fjögurra prósenta hlut í bankanum. Kaupin eru háð samþykki fjármálayfirvalda í Búlgaríu. Í fréttatilkynningu frá Björgólfi segir að báðir aðilar hafi rætt stefnumótun EIBANK til framtíðar og á næstu mánuðum eigi viðskiptavinir hans von á fjölbreyttari og betri þjónustu. EIBANK var stofnaður árið 1994 og er skráður í kauphöllinni í Búlgaríu. Félagið er áttundi stærsti banki Búlgaríu og eru heildareignir hans um 511 milljónir evra. Bankinn hefur öflugt net útibúa og eru starfsmenn hans um eitt þúsund.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×