Viðskipti innlent

Engar breytingar á fjármálamarkaði

Litlar sem engar breytingar urðu á fjármálamarkaði í gær og í morgun eftir tíðindin um brotthvarf Davíðs Oddssonar af sviði stjórnmála og skipun hans sem bankastjóra og formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Markaðurinn virðist því túlka þessi stóru pólitísku tíðindi nokkuð hlutlaust með tilliti til stefnu stjórnvalda og starfsemi Seðlabankans, að því er fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka. Markaðurinn virðist því ekki á þessari stundu túlka hina nýju skipan svo að hún feli í sér veigamiklar breytingar á stefnu og framkvæmd peningamála og opinberra fjármála.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×