Með stærstu mannvirkjum landsins 27. júní 2005 00:01 Eitt hundrað og þrjátíu manns á vegum Suðurverks vinna í sumar við að gera hliðarstíflur Kárahnjúkavirkjunar. Stíflurnar við Kárahnjúka verða þrjár en þótt lítið hafi heyrst um tvær þær minni verða þær engu að síður með stærstu mannvirkjum landsins. Aðalstífla Kárahnjúkavirkjunar er að byggjast upp norðanvestan undir Fremri-Kárahnjúk en undir suðaustanverðum hnjúknum er vinna að komast á fulla ferð við gerð Desjarárstíflu. Framkvæmdir við þriðju stífluna, Sauðárdalstíflu, eru einnig komnar vel á veg í samnefndu dalverpi vestan við stærstu stífluna. Stíflurnar þrjár munu hjálpast að við að mynda uppistöðulón virkjunarinnar. Hliðarstíflurnar tvær hafa fallið nokkuð í skuggann á stóru systur, Kárahnjúkastíflu, en verða þó engin smá smíði. Desjarárstífla verður t.d. 60 metra há og þar með næststærsta stífla landsins. Hún verður um ellefu hundruð metra löng, eins og Sauðárdalsstífla, og jarðvegurinn sem trukkarnir þurfa að sturta til að byggja þær upp nemur um 4,3 milljónum rúmmetra. Þar af fara tveir þriðju í Desjarárstíflu. Þótt hún sé skilgreind sem hefðbundin grjót- og malarstífla eru hún talsvert flóknara mannvirki en venjuleg grjóthrúga því áður en hægt var að byrja þurfti að hreinsa stíflugrunninn og þétta hann með sementseðju. Guðmundur Ólafsson, staðarstjóri Suðurverks, segir hana hafa verið byggða upp úr þéttitjaldi úr jökulleir, þar utan á komi fínmöl, utan á hana komi sprengt grjót eða bögglaberg og síðan grjót yst. Og þessi efni þurfi öll að passa saman og því sé þetta vandasöm vinna. Suðurverk tók að sér að gera stíflurnar fyrir 2,4 milljarða króna og er þetta langstærsta verkefni í sögu fyrirtæksins. Hundrað og þrjátíu manna starfslið þess hefur í vetur grafið fyrir álverinu í Reyðarfirði en er þessa dagana að færa sig upp á Kárahnjúka. Suðurverk segir að þetta verði stærsta „alíslenska“ stíflan því þetta sé íslensk hönnun, vertakinn sé íslenskur, sömuleiðis eftirlitið og starfsmennirnir séu nánast eingöngu Íslendingar. Fréttir Innlent Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Eitt hundrað og þrjátíu manns á vegum Suðurverks vinna í sumar við að gera hliðarstíflur Kárahnjúkavirkjunar. Stíflurnar við Kárahnjúka verða þrjár en þótt lítið hafi heyrst um tvær þær minni verða þær engu að síður með stærstu mannvirkjum landsins. Aðalstífla Kárahnjúkavirkjunar er að byggjast upp norðanvestan undir Fremri-Kárahnjúk en undir suðaustanverðum hnjúknum er vinna að komast á fulla ferð við gerð Desjarárstíflu. Framkvæmdir við þriðju stífluna, Sauðárdalstíflu, eru einnig komnar vel á veg í samnefndu dalverpi vestan við stærstu stífluna. Stíflurnar þrjár munu hjálpast að við að mynda uppistöðulón virkjunarinnar. Hliðarstíflurnar tvær hafa fallið nokkuð í skuggann á stóru systur, Kárahnjúkastíflu, en verða þó engin smá smíði. Desjarárstífla verður t.d. 60 metra há og þar með næststærsta stífla landsins. Hún verður um ellefu hundruð metra löng, eins og Sauðárdalsstífla, og jarðvegurinn sem trukkarnir þurfa að sturta til að byggja þær upp nemur um 4,3 milljónum rúmmetra. Þar af fara tveir þriðju í Desjarárstíflu. Þótt hún sé skilgreind sem hefðbundin grjót- og malarstífla eru hún talsvert flóknara mannvirki en venjuleg grjóthrúga því áður en hægt var að byrja þurfti að hreinsa stíflugrunninn og þétta hann með sementseðju. Guðmundur Ólafsson, staðarstjóri Suðurverks, segir hana hafa verið byggða upp úr þéttitjaldi úr jökulleir, þar utan á komi fínmöl, utan á hana komi sprengt grjót eða bögglaberg og síðan grjót yst. Og þessi efni þurfi öll að passa saman og því sé þetta vandasöm vinna. Suðurverk tók að sér að gera stíflurnar fyrir 2,4 milljarða króna og er þetta langstærsta verkefni í sögu fyrirtæksins. Hundrað og þrjátíu manna starfslið þess hefur í vetur grafið fyrir álverinu í Reyðarfirði en er þessa dagana að færa sig upp á Kárahnjúka. Suðurverk segir að þetta verði stærsta „alíslenska“ stíflan því þetta sé íslensk hönnun, vertakinn sé íslenskur, sömuleiðis eftirlitið og starfsmennirnir séu nánast eingöngu Íslendingar.
Fréttir Innlent Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira