Hefði mátt sækja sýruna sína 31. ágúst 2005 00:01 Litháískur karlmaður á fertugsaldri var í gær sýknaður af ákæru um að hafa smyglað hingað brennisteinssýru til fíkniefnagerðar. Þá var upptökukröfu ákæruvaldsins vísað frá dómi og sakarkostnaður felldur á ríkissjóð. Sævar Lýðsson fulltrúi sýslumanns á Keflavíkurflugvelli sagði eftir að dómurinn hafði verið skoðaður í gær, að honum yrði ekki áfrýjað. Litháinn hafði þá fengið afhent vegabréf sitt og var á leið úr landi. "Ég bjóst nú frekar við þessari niðurstöðu," sagði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Litháans. Dómurinn telur ekki fullar sönnur hafa verið færðar á innihald flasknanna sem teknar voru af honum. "Álit dómsins er að sá vafi nægi einn og sér til sýknu, en bætir svo líka við að efasemdir séu um huglæg refsiskilyrði fyrir brotinu, það er að segja hvort ákærði hafi vitað, eða mátt vita að hann væri að flytja brennisteinssýru til landsins," bætti hún við. Dómurinn gagnrýnir rannsókn málsins harðlega og segir sókn þess öðru fremur hafa einkennst af "órökstuddum dylgjum um að ákærði sé bendlaður við alþjóðlega glæpastarfsemi." Þá er því hafnað að útskýringar mannsins á ferðum sínum hafi verið ótrúverðugar. "Er og alþekkt að menn leggja í langferðir til að leyna framhjáhaldi fyrir maka sínum," segir dómurinn. "Dómurinn er náttúrlega mjög strangur og mikil vonbrigði. Hingað til hefur verið litið fram hjá sögutilbúnaði burðardýra sem tekin hafa verið með ólögleg efni í tolli og því kemur þetta nokkuð á óvart," sagði Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, en hann var í gær staddur í útlöndum. "Ég er ekki fyllilega búinn að kynna mér forsendur dómsins, en við tökum til skoðunar og úrbóta aðfinnslur gagnvart okkar vinnu." Heimildir blaðsins herma að innan lögreglu velti menn því nú fyrir sér hvort farin hafi verið rétt leið í vali á ákæru í málinu, því ekkert hafi legið fyrir um tengingu við amfetamínframleiðslu. Þannig hefði ef til vill verið líklegra til sakfellingar kæra fyrir að stofna lífi og limum fólks í hættu með því að vera með sýruna í handfarangri í flugvél. Dóminn kvað upp Jónas Jóhannsson héraðsdómari í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Litháískur karlmaður á fertugsaldri var í gær sýknaður af ákæru um að hafa smyglað hingað brennisteinssýru til fíkniefnagerðar. Þá var upptökukröfu ákæruvaldsins vísað frá dómi og sakarkostnaður felldur á ríkissjóð. Sævar Lýðsson fulltrúi sýslumanns á Keflavíkurflugvelli sagði eftir að dómurinn hafði verið skoðaður í gær, að honum yrði ekki áfrýjað. Litháinn hafði þá fengið afhent vegabréf sitt og var á leið úr landi. "Ég bjóst nú frekar við þessari niðurstöðu," sagði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Litháans. Dómurinn telur ekki fullar sönnur hafa verið færðar á innihald flasknanna sem teknar voru af honum. "Álit dómsins er að sá vafi nægi einn og sér til sýknu, en bætir svo líka við að efasemdir séu um huglæg refsiskilyrði fyrir brotinu, það er að segja hvort ákærði hafi vitað, eða mátt vita að hann væri að flytja brennisteinssýru til landsins," bætti hún við. Dómurinn gagnrýnir rannsókn málsins harðlega og segir sókn þess öðru fremur hafa einkennst af "órökstuddum dylgjum um að ákærði sé bendlaður við alþjóðlega glæpastarfsemi." Þá er því hafnað að útskýringar mannsins á ferðum sínum hafi verið ótrúverðugar. "Er og alþekkt að menn leggja í langferðir til að leyna framhjáhaldi fyrir maka sínum," segir dómurinn. "Dómurinn er náttúrlega mjög strangur og mikil vonbrigði. Hingað til hefur verið litið fram hjá sögutilbúnaði burðardýra sem tekin hafa verið með ólögleg efni í tolli og því kemur þetta nokkuð á óvart," sagði Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, en hann var í gær staddur í útlöndum. "Ég er ekki fyllilega búinn að kynna mér forsendur dómsins, en við tökum til skoðunar og úrbóta aðfinnslur gagnvart okkar vinnu." Heimildir blaðsins herma að innan lögreglu velti menn því nú fyrir sér hvort farin hafi verið rétt leið í vali á ákæru í málinu, því ekkert hafi legið fyrir um tengingu við amfetamínframleiðslu. Þannig hefði ef til vill verið líklegra til sakfellingar kæra fyrir að stofna lífi og limum fólks í hættu með því að vera með sýruna í handfarangri í flugvél. Dóminn kvað upp Jónas Jóhannsson héraðsdómari í Héraðsdómi Reykjaness.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira