Bíðum ekki lengur eftir breytingum 22. maí 2005 00:01 Íslenskt samfélag þolir ekki lengur bið eftir breytingum, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar þegar hún sleit landsfundi flokksins í gær. "Við verðum að spartsla strax og tækifæri gefst í sárustu sprungurnar sem myndast hafa eftir allt of langa valdatíð þessarar ríkisstjórnar. Forgangsmál í þeim verkum eru úrbætur í málefnum barnafólks, aldraðra og endurbætur í menntakerfinu," sagði Ingibjörg jafnframt. Hún gerði klíkuskap að umtalsefni í ávarpi sínu og sagði að einstaklingar ættu ekki að þurfa að eiga rétt sinn og stöðu undir stofnunum og kenjum valdsmanna. "Af þessu eru klíkur það versta. Klíkur eru samtrygging þröngra hópa um eigin hagsmuni án tilllits til hagsmuna heildarinnar." Hún kvað Samfylkinguna hafa tekið afstöðu gegn klíkum og kenjum valdhafa en með lýðræðinu. Flokkurinn hefði gert það í hverju málinu á fætur öðru á alþingi; í Íraksmálinu, við skipan hæstaréttardómara, í fréttastjóramálinu, fjölmiðlamálinu og einnig í formannskjöri Samfylkingarinnar. "Hún gerði það þegar hún lét skilaboð, um hvað væri valdsmönnum í öðrum flokkum þóknanlegt, sem vind um eyru þjóta. Hún treysti almennum flokksmönnum til þess að meta hvað væri best fyrir flokkinn og fór í gegn um lýðræðislegasta ferli í leiðtogakjöri sem nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur hefur farið í gegn um." Ingibjörg Sólrún kvað Samfylkinguna ekki geta gert allt fyrir alla. Vinna yrði að brýnustu viðfangsefnum með skipulegum hætti og úrbætur gætu tekið tíma. Hún nefndi jafnframt að í stórum og breiðum flokki yrðu menn að vera tilbúnir til þess að horfa á mál frá mismunandi sjónarhornum landsbyggðar og þéttbýlis, kvenna og karla, ungra og aldinna sem og umhverfisverndar og auðlindanýtingar. Mikil endurnýjun varð í forystu Samfylkingarinnar á landsfundinum eins og fram hefur komið. Í gær var kosið í framkvæmdastjórn flokksins og náðu Sigríður Jóhannesdóttir, Sigrún Grendal, Tryggvi Felixson, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Ingileif Ástvaldsdóttir og Karl V.Mattíasson kjöri. Formaður framkvæmdastjórnarinnar er Gunnar Svavarsson. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Íslenskt samfélag þolir ekki lengur bið eftir breytingum, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar þegar hún sleit landsfundi flokksins í gær. "Við verðum að spartsla strax og tækifæri gefst í sárustu sprungurnar sem myndast hafa eftir allt of langa valdatíð þessarar ríkisstjórnar. Forgangsmál í þeim verkum eru úrbætur í málefnum barnafólks, aldraðra og endurbætur í menntakerfinu," sagði Ingibjörg jafnframt. Hún gerði klíkuskap að umtalsefni í ávarpi sínu og sagði að einstaklingar ættu ekki að þurfa að eiga rétt sinn og stöðu undir stofnunum og kenjum valdsmanna. "Af þessu eru klíkur það versta. Klíkur eru samtrygging þröngra hópa um eigin hagsmuni án tilllits til hagsmuna heildarinnar." Hún kvað Samfylkinguna hafa tekið afstöðu gegn klíkum og kenjum valdhafa en með lýðræðinu. Flokkurinn hefði gert það í hverju málinu á fætur öðru á alþingi; í Íraksmálinu, við skipan hæstaréttardómara, í fréttastjóramálinu, fjölmiðlamálinu og einnig í formannskjöri Samfylkingarinnar. "Hún gerði það þegar hún lét skilaboð, um hvað væri valdsmönnum í öðrum flokkum þóknanlegt, sem vind um eyru þjóta. Hún treysti almennum flokksmönnum til þess að meta hvað væri best fyrir flokkinn og fór í gegn um lýðræðislegasta ferli í leiðtogakjöri sem nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur hefur farið í gegn um." Ingibjörg Sólrún kvað Samfylkinguna ekki geta gert allt fyrir alla. Vinna yrði að brýnustu viðfangsefnum með skipulegum hætti og úrbætur gætu tekið tíma. Hún nefndi jafnframt að í stórum og breiðum flokki yrðu menn að vera tilbúnir til þess að horfa á mál frá mismunandi sjónarhornum landsbyggðar og þéttbýlis, kvenna og karla, ungra og aldinna sem og umhverfisverndar og auðlindanýtingar. Mikil endurnýjun varð í forystu Samfylkingarinnar á landsfundinum eins og fram hefur komið. Í gær var kosið í framkvæmdastjórn flokksins og náðu Sigríður Jóhannesdóttir, Sigrún Grendal, Tryggvi Felixson, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Ingileif Ástvaldsdóttir og Karl V.Mattíasson kjöri. Formaður framkvæmdastjórnarinnar er Gunnar Svavarsson.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira