Stjórnarmyndunarviðræður í Noregi 13. september 2005 00:01 Kjell Magne Bondevik fráfarandi forsætisráðherra hefur tilkynnt Haraldi Noregskonungi að hann ætli að segja af sér eftir að vinstrabandalag Verkamannaflokksins, Sósíalíska vinstriflokksins og Miðflokksins náðu meirihluta á norska Stórþinginu í þingkosningunum á mánudag. Jens Stoltenberg ætlar að ræða myndun meirihlutastjórnar við samstarfsflokkana þegar í dag. Þetta er í fyrsta skipti í tuttugu ár sem mynduð er meirihlutastjórn í Noregi en rík hefð er fyrir minnihlutastjórnum sem stýrt hafa með stuðningi eða hlutleysi flokka utan ríkisstjórna. Meðal þess sem samstarfsflokkarnir ræða er hvort og þá hvernig verja skuli fé úr digrum olíusjóði Norðmanna til verlferðarmála. Þeir þurfa einnig að ræða áherslur í orkumálum, en í kosningabaráttunni var meðal annars tekist á um áform um stóraukna raforkuframleiðslu með jarðgasi. Búast má við einhverjum breytingum á utanríkisstefnu Norðmanna í kjölfar stjórnarskiptanna. Norskir fjölmiðlar hafa meðal annars nefnt mögulega heimkvaðningu norskra hermanna frá Írak fyrir áramótin en jafnframt áform um að efla friðargæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Súdan. Þegar hefur verið rætt um skiptingu ráðherraembætta. Verkamannaflokkurinn bætti við sig átján þingsætum í kosningunum á mánudag og hefur nú 61 sæti af 169. Norskir fjölmiðlar telja flokkinn það voldugan innan vinstrabandalagsins, að tvö helstu ráðherraembættinn fyrir utan forsætisráðherrastólinn geti fallið honum í skaut. Björn Tore Godal og Jan Egeland aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna eru báðir taldir koma til greina í embætti utanríkisráðherra. Jens Stoltenberg hefur þó ekki tjáð sig um skiptingu embættanna að öðru leyti en því að segja að kjósendur hafi ákveðið styrkleikahlutföllin. Tap stjórnarflokkanna var afar mikið. Hægriflokkurinn tapaði um þriðjungi þingsæta en Kristilegi þjóðarflokkurinn undir stjórn Bondeviks tapaði helmingi þingsæta sinna. Hins vegar náði frjálslyndi miðjuflokkurinn Venstre að fjölga þingmönnum sínum úr tveimur í tíu og Framfaraflokkurinn bætti við sig fjórtán þingsætum. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Kjell Magne Bondevik fráfarandi forsætisráðherra hefur tilkynnt Haraldi Noregskonungi að hann ætli að segja af sér eftir að vinstrabandalag Verkamannaflokksins, Sósíalíska vinstriflokksins og Miðflokksins náðu meirihluta á norska Stórþinginu í þingkosningunum á mánudag. Jens Stoltenberg ætlar að ræða myndun meirihlutastjórnar við samstarfsflokkana þegar í dag. Þetta er í fyrsta skipti í tuttugu ár sem mynduð er meirihlutastjórn í Noregi en rík hefð er fyrir minnihlutastjórnum sem stýrt hafa með stuðningi eða hlutleysi flokka utan ríkisstjórna. Meðal þess sem samstarfsflokkarnir ræða er hvort og þá hvernig verja skuli fé úr digrum olíusjóði Norðmanna til verlferðarmála. Þeir þurfa einnig að ræða áherslur í orkumálum, en í kosningabaráttunni var meðal annars tekist á um áform um stóraukna raforkuframleiðslu með jarðgasi. Búast má við einhverjum breytingum á utanríkisstefnu Norðmanna í kjölfar stjórnarskiptanna. Norskir fjölmiðlar hafa meðal annars nefnt mögulega heimkvaðningu norskra hermanna frá Írak fyrir áramótin en jafnframt áform um að efla friðargæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Súdan. Þegar hefur verið rætt um skiptingu ráðherraembætta. Verkamannaflokkurinn bætti við sig átján þingsætum í kosningunum á mánudag og hefur nú 61 sæti af 169. Norskir fjölmiðlar telja flokkinn það voldugan innan vinstrabandalagsins, að tvö helstu ráðherraembættinn fyrir utan forsætisráðherrastólinn geti fallið honum í skaut. Björn Tore Godal og Jan Egeland aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna eru báðir taldir koma til greina í embætti utanríkisráðherra. Jens Stoltenberg hefur þó ekki tjáð sig um skiptingu embættanna að öðru leyti en því að segja að kjósendur hafi ákveðið styrkleikahlutföllin. Tap stjórnarflokkanna var afar mikið. Hægriflokkurinn tapaði um þriðjungi þingsæta en Kristilegi þjóðarflokkurinn undir stjórn Bondeviks tapaði helmingi þingsæta sinna. Hins vegar náði frjálslyndi miðjuflokkurinn Venstre að fjölga þingmönnum sínum úr tveimur í tíu og Framfaraflokkurinn bætti við sig fjórtán þingsætum.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira