Leikur við Venesúela í lausu lofti 27. júlí 2005 00:01 Knattspyrnusamband Venesúela segir á heimasíðu sinni að landsleik milli Íslands og Venesúela í knattspyrnu, sem fyrirhugaður var 17. ágúst, hafi verið aflýst.Geir Þorsteinsson, framkvæmadstjóri knattspyrnusambands Íslands, segir þessa tilkynningu ótímabæra "Það hefur ekki verið staðfest við mig ennþá að áhugi fyrir því að landslið Venesúela leiki á Laugardalsvelli þann 17. ágúst sé ekki fyrir hendi. Þvert á móti hef ég fengið það staðfest hjá umboðsmanni knattspyrnusambands Íslands í Argentínu, sem hefur verið okkar tengiliður í sambandi við þennan leik, að leikurinn muni fara fram. Þetta er líka svolítið einkennilegt þar sem ekki var búið að ganga frá lausum endum í sambandi við leikinn. Það átti eftir að nái samkomulagi um ferðatilhögun og ýmislegt fleira." Ásgeir Sigurvinsson, annar þjálfara íslenska landsliðsins, var áhyggjufullur þegar hann heyrði af þessu. "Það verða mikil vonbrigði ef ekki verður hægt að staðfesta þennan leik 17. ágúst, því það er ekki mikill tími til þess að undirbúa annan leik á sama tíma. Við Logi Ólafsson erum þegar byrjaðir að búa okkur undir leikinn gegn Venesúela og getum ekki annað en vonast eftir því að leikurinn fari fram, eins og rætt hefur verið um." Fjölmiðlar í Venesúela hafa gagnrýnt för landsliðsins til Íslands og segja hana peningasóun. Á heimasíðu knattspyrnusambands Venesúela stendur jafnframt að í stað íslenska liðsins muni Venesúela leika gegn landsliði Ekvador í borginni Loja, sem er í suðurhluta Ekvador. Landslið Venesúela er sem stendur 24 sætum fyrir ofan hið íslenska, í 68. sæti, en Ísland er númer 92. Landslið Ekvador hefur hins vegar verið að hækka sig jafnt og þétt á listanum og er í sæti númer 33. Íslenski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Sjá meira
Knattspyrnusamband Venesúela segir á heimasíðu sinni að landsleik milli Íslands og Venesúela í knattspyrnu, sem fyrirhugaður var 17. ágúst, hafi verið aflýst.Geir Þorsteinsson, framkvæmadstjóri knattspyrnusambands Íslands, segir þessa tilkynningu ótímabæra "Það hefur ekki verið staðfest við mig ennþá að áhugi fyrir því að landslið Venesúela leiki á Laugardalsvelli þann 17. ágúst sé ekki fyrir hendi. Þvert á móti hef ég fengið það staðfest hjá umboðsmanni knattspyrnusambands Íslands í Argentínu, sem hefur verið okkar tengiliður í sambandi við þennan leik, að leikurinn muni fara fram. Þetta er líka svolítið einkennilegt þar sem ekki var búið að ganga frá lausum endum í sambandi við leikinn. Það átti eftir að nái samkomulagi um ferðatilhögun og ýmislegt fleira." Ásgeir Sigurvinsson, annar þjálfara íslenska landsliðsins, var áhyggjufullur þegar hann heyrði af þessu. "Það verða mikil vonbrigði ef ekki verður hægt að staðfesta þennan leik 17. ágúst, því það er ekki mikill tími til þess að undirbúa annan leik á sama tíma. Við Logi Ólafsson erum þegar byrjaðir að búa okkur undir leikinn gegn Venesúela og getum ekki annað en vonast eftir því að leikurinn fari fram, eins og rætt hefur verið um." Fjölmiðlar í Venesúela hafa gagnrýnt för landsliðsins til Íslands og segja hana peningasóun. Á heimasíðu knattspyrnusambands Venesúela stendur jafnframt að í stað íslenska liðsins muni Venesúela leika gegn landsliði Ekvador í borginni Loja, sem er í suðurhluta Ekvador. Landslið Venesúela er sem stendur 24 sætum fyrir ofan hið íslenska, í 68. sæti, en Ísland er númer 92. Landslið Ekvador hefur hins vegar verið að hækka sig jafnt og þétt á listanum og er í sæti númer 33.
Íslenski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Sjá meira