Viðræður eftir helgina 1. júlí 2005 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að á vegum íslenskra stjórnvalda fari sjö til tíu manna nefnd til fundar við fimmtán manna viðræðunefnd Bandaríkjamanna til að ræða framtíð varnarsamningsins við Bandaríkjamenn. Fundirnir verða í Washington næstkomandi miðvikudag og fimmtudag. Viðræðunefnd Bandaríkjamanna er búin að samræma sjónarmið milli ráðuneyta utanríkismála og varnarmála með ákveðnum atbeina Hvíta hússins. "Þetta er mjög þýðingarmikið," segir Davíð. "Fram kemur í þeim gögnum sem við höfum að gert er ráð fyrir því að þessir samningafundir verði byggðir á þeim samtölum sem ég átti við Bandaríkjaforseta, fyrrverandi utanríkisráðherra og síðan núverandi utanríkisráðherra. Þannig að ég er mjög ánægður með að það sé grundvöllurinn sem á er byggt. Ég vonast til þess að málið komist á hreyfingu á þessum fundum en býst ekki við því að fyrsti fundurinn leiði til niðurstöðu." Davíð Oddson vill ekki ræða efni fundanna nánar og segir það ekki hollt vegna viðræðnanna. "En ég held að óhætt sé að segja að við byggjum á því að varnarsamningurinn verði í heiðri hafður. En jafnframt verður að ræða breytingar sem orðið hafa í tilverunni og aðlögun að þeim." Nefnd á vegum Bandaríkjamanna, sem fjallar um fækkun herstöðva innan- og utanlands, hefur lagt til að varnarsamningurinn við Íslendinga verði lagaður að breyttum öryggisaðstæðum í kjölfar kalda stríðsins. "Við höfum túlkað það svo að eðlilegt sé að laga sig að því hættumati sem menn horfa á hvarvetna í heiminum á hverjum tíma. Við teljum að við höfum þegar gert það. Um leið verðum við að líta til þess að grundvallar varnarviðbúnaður sé til staðar í samræmi við það sem varnarsáttmáli ríkjanna á að tryggja." Davíð telur ekki óeðlilegt að Íslendingar horfi til þess að taka nokkurn þátt í þeim kostnaði sem nú falli til vegna þess að hlutur almenns flugs gagnvart herflugi hafi breyst. "Á móti kemur að Bandaríkjaher er með þennan flugvöll og hefur leyfi til þess að taka hann ef vá stendur fyrir dyrum og fara þá með stjórn flugvallarins gersamlega. Þannig að menn hljóta að taka einnig tillit til þess sem menn ræða og athuga varðandi kostnað og dreifingu kostnaðar, segir Davíð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að á vegum íslenskra stjórnvalda fari sjö til tíu manna nefnd til fundar við fimmtán manna viðræðunefnd Bandaríkjamanna til að ræða framtíð varnarsamningsins við Bandaríkjamenn. Fundirnir verða í Washington næstkomandi miðvikudag og fimmtudag. Viðræðunefnd Bandaríkjamanna er búin að samræma sjónarmið milli ráðuneyta utanríkismála og varnarmála með ákveðnum atbeina Hvíta hússins. "Þetta er mjög þýðingarmikið," segir Davíð. "Fram kemur í þeim gögnum sem við höfum að gert er ráð fyrir því að þessir samningafundir verði byggðir á þeim samtölum sem ég átti við Bandaríkjaforseta, fyrrverandi utanríkisráðherra og síðan núverandi utanríkisráðherra. Þannig að ég er mjög ánægður með að það sé grundvöllurinn sem á er byggt. Ég vonast til þess að málið komist á hreyfingu á þessum fundum en býst ekki við því að fyrsti fundurinn leiði til niðurstöðu." Davíð Oddson vill ekki ræða efni fundanna nánar og segir það ekki hollt vegna viðræðnanna. "En ég held að óhætt sé að segja að við byggjum á því að varnarsamningurinn verði í heiðri hafður. En jafnframt verður að ræða breytingar sem orðið hafa í tilverunni og aðlögun að þeim." Nefnd á vegum Bandaríkjamanna, sem fjallar um fækkun herstöðva innan- og utanlands, hefur lagt til að varnarsamningurinn við Íslendinga verði lagaður að breyttum öryggisaðstæðum í kjölfar kalda stríðsins. "Við höfum túlkað það svo að eðlilegt sé að laga sig að því hættumati sem menn horfa á hvarvetna í heiminum á hverjum tíma. Við teljum að við höfum þegar gert það. Um leið verðum við að líta til þess að grundvallar varnarviðbúnaður sé til staðar í samræmi við það sem varnarsáttmáli ríkjanna á að tryggja." Davíð telur ekki óeðlilegt að Íslendingar horfi til þess að taka nokkurn þátt í þeim kostnaði sem nú falli til vegna þess að hlutur almenns flugs gagnvart herflugi hafi breyst. "Á móti kemur að Bandaríkjaher er með þennan flugvöll og hefur leyfi til þess að taka hann ef vá stendur fyrir dyrum og fara þá með stjórn flugvallarins gersamlega. Þannig að menn hljóta að taka einnig tillit til þess sem menn ræða og athuga varðandi kostnað og dreifingu kostnaðar, segir Davíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira