Viðræður eftir helgina 1. júlí 2005 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að á vegum íslenskra stjórnvalda fari sjö til tíu manna nefnd til fundar við fimmtán manna viðræðunefnd Bandaríkjamanna til að ræða framtíð varnarsamningsins við Bandaríkjamenn. Fundirnir verða í Washington næstkomandi miðvikudag og fimmtudag. Viðræðunefnd Bandaríkjamanna er búin að samræma sjónarmið milli ráðuneyta utanríkismála og varnarmála með ákveðnum atbeina Hvíta hússins. "Þetta er mjög þýðingarmikið," segir Davíð. "Fram kemur í þeim gögnum sem við höfum að gert er ráð fyrir því að þessir samningafundir verði byggðir á þeim samtölum sem ég átti við Bandaríkjaforseta, fyrrverandi utanríkisráðherra og síðan núverandi utanríkisráðherra. Þannig að ég er mjög ánægður með að það sé grundvöllurinn sem á er byggt. Ég vonast til þess að málið komist á hreyfingu á þessum fundum en býst ekki við því að fyrsti fundurinn leiði til niðurstöðu." Davíð Oddson vill ekki ræða efni fundanna nánar og segir það ekki hollt vegna viðræðnanna. "En ég held að óhætt sé að segja að við byggjum á því að varnarsamningurinn verði í heiðri hafður. En jafnframt verður að ræða breytingar sem orðið hafa í tilverunni og aðlögun að þeim." Nefnd á vegum Bandaríkjamanna, sem fjallar um fækkun herstöðva innan- og utanlands, hefur lagt til að varnarsamningurinn við Íslendinga verði lagaður að breyttum öryggisaðstæðum í kjölfar kalda stríðsins. "Við höfum túlkað það svo að eðlilegt sé að laga sig að því hættumati sem menn horfa á hvarvetna í heiminum á hverjum tíma. Við teljum að við höfum þegar gert það. Um leið verðum við að líta til þess að grundvallar varnarviðbúnaður sé til staðar í samræmi við það sem varnarsáttmáli ríkjanna á að tryggja." Davíð telur ekki óeðlilegt að Íslendingar horfi til þess að taka nokkurn þátt í þeim kostnaði sem nú falli til vegna þess að hlutur almenns flugs gagnvart herflugi hafi breyst. "Á móti kemur að Bandaríkjaher er með þennan flugvöll og hefur leyfi til þess að taka hann ef vá stendur fyrir dyrum og fara þá með stjórn flugvallarins gersamlega. Þannig að menn hljóta að taka einnig tillit til þess sem menn ræða og athuga varðandi kostnað og dreifingu kostnaðar, segir Davíð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að á vegum íslenskra stjórnvalda fari sjö til tíu manna nefnd til fundar við fimmtán manna viðræðunefnd Bandaríkjamanna til að ræða framtíð varnarsamningsins við Bandaríkjamenn. Fundirnir verða í Washington næstkomandi miðvikudag og fimmtudag. Viðræðunefnd Bandaríkjamanna er búin að samræma sjónarmið milli ráðuneyta utanríkismála og varnarmála með ákveðnum atbeina Hvíta hússins. "Þetta er mjög þýðingarmikið," segir Davíð. "Fram kemur í þeim gögnum sem við höfum að gert er ráð fyrir því að þessir samningafundir verði byggðir á þeim samtölum sem ég átti við Bandaríkjaforseta, fyrrverandi utanríkisráðherra og síðan núverandi utanríkisráðherra. Þannig að ég er mjög ánægður með að það sé grundvöllurinn sem á er byggt. Ég vonast til þess að málið komist á hreyfingu á þessum fundum en býst ekki við því að fyrsti fundurinn leiði til niðurstöðu." Davíð Oddson vill ekki ræða efni fundanna nánar og segir það ekki hollt vegna viðræðnanna. "En ég held að óhætt sé að segja að við byggjum á því að varnarsamningurinn verði í heiðri hafður. En jafnframt verður að ræða breytingar sem orðið hafa í tilverunni og aðlögun að þeim." Nefnd á vegum Bandaríkjamanna, sem fjallar um fækkun herstöðva innan- og utanlands, hefur lagt til að varnarsamningurinn við Íslendinga verði lagaður að breyttum öryggisaðstæðum í kjölfar kalda stríðsins. "Við höfum túlkað það svo að eðlilegt sé að laga sig að því hættumati sem menn horfa á hvarvetna í heiminum á hverjum tíma. Við teljum að við höfum þegar gert það. Um leið verðum við að líta til þess að grundvallar varnarviðbúnaður sé til staðar í samræmi við það sem varnarsáttmáli ríkjanna á að tryggja." Davíð telur ekki óeðlilegt að Íslendingar horfi til þess að taka nokkurn þátt í þeim kostnaði sem nú falli til vegna þess að hlutur almenns flugs gagnvart herflugi hafi breyst. "Á móti kemur að Bandaríkjaher er með þennan flugvöll og hefur leyfi til þess að taka hann ef vá stendur fyrir dyrum og fara þá með stjórn flugvallarins gersamlega. Þannig að menn hljóta að taka einnig tillit til þess sem menn ræða og athuga varðandi kostnað og dreifingu kostnaðar, segir Davíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira