Innlent

Ríkisstjórnin tapar meirihlutanum

Ríkisstjórnin heldur ekki meirihluta sínum í nýjustu skoðanakönnun Gallups en Samfylkingin vinnur á. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 37 prósenta fylgi og tapar einu prósentustigi frá fyrra mánuði. Framsóknarflokkur mælist með tíu prósent og tapar tveimur prósentustigum. Samfylkingin mælist með tæp 32 prósent, bætir tæpum þremur prósentustigum við sig. Vinstri - grænir halda sínum 15 prósentum og Frjálslyndir mælast enn með sex prósent og eru þar með í sókn miðað við fyrri kannanir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×