Innlent

Sjötug kona beitt ofbeldi

Kona á sjötugsaldri varð fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum aðfarafótt sunnudags eftir að hafa kvartað undan hávaða hjá nágrönnum. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum er atburðarásin óljós, en konan virðist hafa bankað upp á í íbúðinni fyrir ofan hennar og gert athugasemdir við gleðskapinn. Það vakti ekki mikla lukku og svo fór að einhverjir gestanna réðust að konunni og veittu henni áverka. Húsráðandi er ekki talinn hafa tekið þátt í árásinni. Málið er enn í rannsókn. Konan var lögð inn á sjúkrahús eftir árásina og er talið að hún sé með sprungur í tveimur hryggjarliðum eftir árásina, en hún hefur nú verið útskrifuð. Lögreglan í Vestmannaeyjum vildi koma því á framfæri að fólk hefði frekar samband við lögregluna en húsráðendur á þessum tíma sólarhringsins, þegar allur gangur er á því hvort fólk sé þá í ástandi til að jafna ágreining og óvíst hverjir séu gestir húsráðanda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×