Innlent

Rannsóknir samræmdar

Ríkislögreglustjóri hefur gert samning til eins árs við Fræðslumiðstöð bílgreina um framkvæmd bíltæknirannsókna vegna umferðarslysa. Rannsakað verður ástand ökutækja sem lent hafa í alvarlegu umferðarslysi eða þar sem grunur leikur á að ástandi ökutækis sé verulega ábótavant.

Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn segir að hagsmunir fjölmargra ráðist af því að vel sé vandað til slíkra rannsókna. "Í mörgum tilfellum hafa úrslit mála oltið á því hversu vel þessara atriða hefur verið gætt," segir hann. Hann segir að með samningnum sé verklag við tæknirannsóknir umferðarslysa samræmt og eflt á landinu öllu og stórt skref stigið til vandaðri rannsókna umferðarslysa hjá lögreglu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×