Bresk blöð greina frá því í dag að Alan Pardew, stjóri West Ham, sé búinn að undirrita nýjan samning við félagið sem gildi til ársins 2010.
Pardew hefur verið stjóri liðsins í tvö ár og hefur náð ágætum árangri með liðið í úrvalsdeildinni í haust, en liðið hefur aðeins tapað tveimur af níu fyrstu leikjum sínum og er í efri hluta deildarinnar.