Vill að ákæruvald verði þrískipt 22. september 2005 00:01 Ríkissaksóknari vill að ákæruvald verði þrískipt en ekki tvískipt, og að stofnað verði embætti héraðssaksóknara. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að taka verði ákæruvaldið af lögreglustjórunum svo að girt sé fyrir að sömu menn bæði rannsaki og ákæri í málum. Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur sagt að hann telji rétt að þrískipta ákæruvaldinu. Í dag er valdið tvískipt og handhafar ákæruvalds eru ríkissaksóknari og lögreglustjórar. Þeim til viðbótar vill Bogi fá héraðssaksóknara þannig að ríkissaksóknari taki helst ekki ákvörðun í málum á fysta stigi ákæruvalds. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður vill að ákæruvald verði fært frá lögreglustjórum. Aðspurður hvort hann telji ámælisvert fyrir embætti Ríkislögreglustjóra að ákæran í Baugsmálinu hafi ekki verið nægilega skýr segir Ragnar að hann sé ekki viss um að það sé neitt ámælisvert fyrir þær manneskjur sem hafi unnið að gerð ákærunnar. Hann telji fremur fyrirkomulag löggjafarinnar ámælisvert. Áður fyrr hafi dómarar farið með ákæruvald í málum og hafi rekið málið fyrir ákæruvaldið en því hafi verið hætt. Ragnar segir að um tíma hafi ákæruvaldið verið algjörlega sjálfstætt og óháð eins og hann telur að það þurfi að vera. Hann telur það hafa verið mistök að fela Ríkislögreglustjóra ákæruvald í skatta-og efnahagsbrotamálum eins og gert var fyrir nokkrum árum. Ragnar segir vanta upp á að lögreglustjórar hafi sömu vernd í starfi og ríkissaksóknari og hæstaréttardómarar. Þeim sé ætlað að stjórna rannsókn á brotamálum sjálfir og þá eigi þeir að einnig að gefa út ákæruna í málinu sem þeir hafi rannsakað. Það geti enginn maður verið svo hlutlægur og verið fær um að fjarlægjast viðfangsefni sitt og gefið svo út algjörlega sjálfstæða og óháða ákæru sem sé ekki undir áhrifum frá störfum hans við rannsóknina. Þessu til viðbótar segir Ragnar vanta ákvæði í stjórnarskrána um sjálfstæði ákæruvaldsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Ríkissaksóknari vill að ákæruvald verði þrískipt en ekki tvískipt, og að stofnað verði embætti héraðssaksóknara. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður telur að taka verði ákæruvaldið af lögreglustjórunum svo að girt sé fyrir að sömu menn bæði rannsaki og ákæri í málum. Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur sagt að hann telji rétt að þrískipta ákæruvaldinu. Í dag er valdið tvískipt og handhafar ákæruvalds eru ríkissaksóknari og lögreglustjórar. Þeim til viðbótar vill Bogi fá héraðssaksóknara þannig að ríkissaksóknari taki helst ekki ákvörðun í málum á fysta stigi ákæruvalds. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður vill að ákæruvald verði fært frá lögreglustjórum. Aðspurður hvort hann telji ámælisvert fyrir embætti Ríkislögreglustjóra að ákæran í Baugsmálinu hafi ekki verið nægilega skýr segir Ragnar að hann sé ekki viss um að það sé neitt ámælisvert fyrir þær manneskjur sem hafi unnið að gerð ákærunnar. Hann telji fremur fyrirkomulag löggjafarinnar ámælisvert. Áður fyrr hafi dómarar farið með ákæruvald í málum og hafi rekið málið fyrir ákæruvaldið en því hafi verið hætt. Ragnar segir að um tíma hafi ákæruvaldið verið algjörlega sjálfstætt og óháð eins og hann telur að það þurfi að vera. Hann telur það hafa verið mistök að fela Ríkislögreglustjóra ákæruvald í skatta-og efnahagsbrotamálum eins og gert var fyrir nokkrum árum. Ragnar segir vanta upp á að lögreglustjórar hafi sömu vernd í starfi og ríkissaksóknari og hæstaréttardómarar. Þeim sé ætlað að stjórna rannsókn á brotamálum sjálfir og þá eigi þeir að einnig að gefa út ákæruna í málinu sem þeir hafi rannsakað. Það geti enginn maður verið svo hlutlægur og verið fær um að fjarlægjast viðfangsefni sitt og gefið svo út algjörlega sjálfstæða og óháða ákæru sem sé ekki undir áhrifum frá störfum hans við rannsóknina. Þessu til viðbótar segir Ragnar vanta ákvæði í stjórnarskrána um sjálfstæði ákæruvaldsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira