
Íslandsspark, sagnfræðispark, þjóðaspark, Englandsspark, alþjóðaspark, leikmannaspark, vítaspark, fríspark, örlagaspark og sparkfræðingurinn. Hvar liggur þín sparkþekking?
Fiskarðu vítaspyrnu og brennir af? Lendirðu einn á móti markmanni þar sem allir treysta á getu þína? Færðu gula eða rauða spjaldið? Eða leikur þú prúðmannlega og hlýtur verðlaun fyrir háttvísi? Í SPARK skiptir öllu að leika af yfirvegun og þekkingu svo þú skorir meira en andstæðingarnir og sigrir leikinn!
SPARK er fyrir alla áhugamenn um knattspyrnu, skyldueign við hlið takkaskónna og legghlífanna!
Höfundur spurninga er Stefán Pálsson, fyrrum dómari í Gettu betur.
Spurningaþættirnir SPARK, sem sýndir eru á Skjá einum og Enska boltanum alla föstudaga kl. 20.00, eru byggðir á spurningaspilinu SPARK.
SPARK er selt í verslunum Bónus og Eymundsson.