Viðskipti innlent

Íslenskir bankar hástökkvarar

Samkvæmt netútgáfu The Banker í Bretlandi, sem árlega gerir úttekt á þenslu og umsvifum þúsund stærstu banka heims. Árangur Landsbankans nær þriðja sæti, KB banki er í fjórða, og Íslandsbanki í því þrettánda. Bæði Landsbankinn og KB banki færðust upp um hátt á þriðja hundrað sæti á listanum yfir stærstu bankana, og Íslandsbanki fór upp um tæp 200 sæti. KB banki, sem er lang stærsti banki hér á landi, er nú orðinn tvö hundruð og ellefti stærsti banki í heimi. Síðan The Banker tók þetta stöðumat hefur KB banki meðal annars keypt breska bankann Singer og Friedlander, sem er í rúmlega fimm hundraðasta sæti yfir stærstu banka heims, eða litlu minni en KB banki var í hitteðfyrra og Íslandsbanki og Landsbankinn hafa einnig aukið umsvif sín upp á síðkastið. The Banker metur aðeins gróða og eignaaukningu bankanna, en ber ekki saman hvaða bankar bjóða viðskiptavinum sínum bestu vaxtakjörin. Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri KB banka segir að að það fyrsta sem Íslendingar hafi notið að velgengni bankans hafi verið í fyrra þegar hann bauð upp á ný húsnæðislán á lægir vöxtum en þekkst höfðu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×