Sport

Mætum Dönum, Ungverjum og Serbum

Íslenska handboltalandsliðið er í riðli með Dönum, Ungverjum og Serbum á Evrópumótinu sem verður í Sviss í janúar á næsta ári. Dregið var í riðla í Sviss í gærkvöldi. Íslendingar leika í C-riðli og þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðla. Þar verða mótherjarnir Króatar, Rússar, Portúgalar eða Norðmenn. 16 þjóðir leika í úrslitunum.  Í A-riðli eru Slóvenar, Pólverjar, Svisslendingar og Úkraínumenn. Í B-riðli leika heimsmeistarar Þjóðverja, Evrópumeistarar Spánverja, Frakkar og Slóvakar. Íslendingar leika sína leiki í Sursee og mæta Serbum í fyrsta leik, 26. janúar. Daginn eftir verða mótherjarnir Danir. Síðasti leikurinn í riðlakeppninni verður gegn Ungverjum, 29. janúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×