Innlent

Fjárnámskrafa á hendur Hannesi

Jón Ólafsson, fyrrum eigandi Norðurljósa og Skífunnar, muni á næstu dögum leggja fram fjárnámskröfu á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í Blaðinu í dag. Ástæða kröfunnar, sem samkvæmt heimildum Blaðsins hljóðar upp á tólf milljónir, er meiðyrðamál sem Jón höfðaði á hendur Hannesi í London fyrir um ári vegna ummæla sem fræg eru orðin og birtust á heimasíðu Hannesar. Þar gerði hann fyrrum fjölmiðlaveldi Jóns að umtalsefni og lét í skína að upphafið að veldi Jóns mætti rekja til ólgölegra viðskiptahátta hans á fyrri árum. Eftir því sem fram kemur í Blaðinu mun Hannes hvorki hafa mætt í dóminn í London né heldur haldið uppi vörnum í málinu að öðru leyti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×