Innlent

Ummæli Magnúsar ekki svaraverð

Sólveig Pétursdóttir, nýkjörinn forseti Alþingis, segir ummæli Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, um að henni sé ekki stætt á því að gegna embætti þingforseta meðan að eiginmaður hennar sæti rannsókn vegna olíusamráðsins, ekki svaraverð. Magnús lét þessi ummæli falla í pistli á heimasíðu sinni í tilefni af því að hann og aðrir þingmenn frjálslyndra voru ósáttir við að fá ekki að segja „nei“ þegar Sólveig var kjörin forseti þings á laugardag. Í samtali við fréttastofu vildi Sólveig ekkert láta hafa eftir sér um ummæli Magnúsar Þórs um meint vanhæfi hennar. Hún ítrekaði þó að aðeins einn hefði verið í kjöri í embætti forseta á laugardag, rétt eins og flest árin sem hún hefur setið á þingi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×