Innlent

Utandagskrárumræða um mál Arons

Óskað hefur verið eftir utandagskrárumræðu á Alþingi í dag um málefni Arons Pálma Ágústssonar. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, fór fram á umræðurnar. Ríkisstjórinn í Texas hafnaði í gær náðunarbeiðni Arons Pálma sem verið hefur um árabil í stofufangelsi í ríkinu. Ákvörðunin gengur þvert á samþykki ríkisþingsins frá því í ágúst sem féllst á beiðnina. Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórans á Aron að halda afplánun dómsins áfram í Texas en verjandi hans er að kanna hvort hægt sé að fá því breytt þannig að hann ljúki henni á Íslandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×