Erindi auki líkur á fjárnámi 5. október 2005 00:01 Hefði Hannes Hólmsteinn ekki flutt umdeilt erindi sitt og látið falla meiðandi ummæli um Jón Ólafsson á ensku, væru meiri líkur á því að hann slyppi við að greiða Jóni Ólafssyni kaupsýlsumanni 12 milljónir króna. Þetta er mat prófessors í lögum. Hannes gerði það hins vegar ekki og lét ekki duga að flytja erindi sitt á norrænu blaðamannaráðstefnunni á ensku heldur birti hann það líka á ensku á heimasíðu sinni og þess vegna gæti staða Hannesar verið verri en ella. Stefán Már Stefánsson lagaprófessor segir að nú reyni á alþjóðasáttmála um gagnkvæma virðingu fyrir dómum í einkamálum. Eins og fram hefur komið mun Jón Ólafsson væntanlega leggja fram fjárnámskröfu á hendur Hannesi Hólmsteini vegna sektar sem Hannes var dæmdur til að greiða fyrir dómstólum á Bretlandi á síðasta ári. Hannes sagði í fréttum í hádeginu að hann hefði enga trú á því að sýslumaður staðfesti fjárnámskröfuna og að öllum líkindum færi hún fyrir dóm. Gerist það mun reyna á svokallaðan Lugano-sáttmála sem Íslendingar og Bretar eru báðir aðilar að að sögn Stefáns Más. Stefán segir það munu ráða úrslitum fyrir dómi hér hvort Hannesi og hans lögmanni takist að hnekkja úrskurði á þeirri forsendu að hann grundvallist á röngu varnarþingi, það er hvort Jón hefði einungis getað höfðað mál hér á landi. Slíkt gæti þó talist erfitt, vegna þess að Hannes setti umrædd ummæli, um að Jón Ólafsson hefði auðgast á ólöglegan hátt, á ensku, á netið. Þannig hefur Hannes að öllum líkindum minnkað líkurnar á því að hægt verði að mótmæla fjárnámskröfunni á þeirri forsendu að málið hafi ekki verið rekið fyrir hérlendum dómstólum. Sýslumaður mun þurfa að taka afstöðu til þess hvort hann samþykki að fjárnám verði gert hjá Hannesi upp í skuld hans við Jón eður ei. Hannes sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö og Bylgjunnar að hann þyrfti að öllum líkindum að selja íbúð sína komi til þess að sýslumaður eða dómstólar samþykki kröfur Jóns. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Hefði Hannes Hólmsteinn ekki flutt umdeilt erindi sitt og látið falla meiðandi ummæli um Jón Ólafsson á ensku, væru meiri líkur á því að hann slyppi við að greiða Jóni Ólafssyni kaupsýlsumanni 12 milljónir króna. Þetta er mat prófessors í lögum. Hannes gerði það hins vegar ekki og lét ekki duga að flytja erindi sitt á norrænu blaðamannaráðstefnunni á ensku heldur birti hann það líka á ensku á heimasíðu sinni og þess vegna gæti staða Hannesar verið verri en ella. Stefán Már Stefánsson lagaprófessor segir að nú reyni á alþjóðasáttmála um gagnkvæma virðingu fyrir dómum í einkamálum. Eins og fram hefur komið mun Jón Ólafsson væntanlega leggja fram fjárnámskröfu á hendur Hannesi Hólmsteini vegna sektar sem Hannes var dæmdur til að greiða fyrir dómstólum á Bretlandi á síðasta ári. Hannes sagði í fréttum í hádeginu að hann hefði enga trú á því að sýslumaður staðfesti fjárnámskröfuna og að öllum líkindum færi hún fyrir dóm. Gerist það mun reyna á svokallaðan Lugano-sáttmála sem Íslendingar og Bretar eru báðir aðilar að að sögn Stefáns Más. Stefán segir það munu ráða úrslitum fyrir dómi hér hvort Hannesi og hans lögmanni takist að hnekkja úrskurði á þeirri forsendu að hann grundvallist á röngu varnarþingi, það er hvort Jón hefði einungis getað höfðað mál hér á landi. Slíkt gæti þó talist erfitt, vegna þess að Hannes setti umrædd ummæli, um að Jón Ólafsson hefði auðgast á ólöglegan hátt, á ensku, á netið. Þannig hefur Hannes að öllum líkindum minnkað líkurnar á því að hægt verði að mótmæla fjárnámskröfunni á þeirri forsendu að málið hafi ekki verið rekið fyrir hérlendum dómstólum. Sýslumaður mun þurfa að taka afstöðu til þess hvort hann samþykki að fjárnám verði gert hjá Hannesi upp í skuld hans við Jón eður ei. Hannes sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö og Bylgjunnar að hann þyrfti að öllum líkindum að selja íbúð sína komi til þess að sýslumaður eða dómstólar samþykki kröfur Jóns.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira