Innlent

Gerðu húsleit í Reykjavík í dag

MYND/Róbert
Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði í dag húsleit á einkaheimili og fyrirtæki í Reykjavík í dag að beiðni breskra lögregluyfirvalda vegna rannsóknar á skipulögðum fjársvikum og peningaþvætti. Að sögn Arnars Jenssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns standa aðgerðir íslensku lögreglunnar enn. Húsleitirnar hófust í morgun og á sama tíma voru framkvæmdar á annan tug húsleita víðs vegar um Bretland vegna málsins og sjö einstaklingar handteknir þar í landi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að bresk lögregluyfirvöld rannsaka umfangsmikil fjársvik í Bretlandi og peningaþvætti sem felst í því að koma afrakstri ætlaðra fjársvika undan. Fjársvikin eru talin felast í kerfisbundinni sölu hlutabréfa í fyrirtækjum með blekkingum, röngum og villandi upplýsingum um fyrirtæki og væntanlega skráningu bréfa í kauphöll. Brotastarfsemin er talin hafa staðið um nokkurra missera skeið og grunaðir einstaklingar í málinu búa og starfa víðsvegar í Evrópu. Að húsleitum, almennri gagnaöflun, m.a. leit í tölvum, handtökum og yfirheyrslum vinna fimmtán starfsmenn efnahagsbrotadeildar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×