Slíta öllu samstarfi við ráðherra 15. júní 2005 00:01 Kennarasambandið hefur slitið öllu samstarfi við menntamálaráðherra um að stytta námstíma til stúdentsprófs. Formaður Kennarasambandsins segir að með þessu sé verið að mótmæla afskiptaleysi ráðherra sem hvorki ræði við kennara né svari ósk þeirra um viðræður vegna áformanna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að árangurslaust hafi verið leitað eftir viðræðum og viðbrögðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra við sjónarmiðum sambandsins vegna áforma um að stytta námstíma til stúdentsprófs. Eiríkur segir að Þorgerður Katrín hafi ekki séð ástæðu til að svara nokkru og á meðan það ástand vari hafi henni verið sent bréf í gær þar sem tilkynnt er að Kennarasambandið og aðildarfélög þess dragi sig út úr öllu samstarfi vegna breytinga á stúdentsprófinu. „Við höfum ítrekað reynt að fá fund með ráðherra til að ræða okkar sjónarmið og koma þeim á framfæri. Ráðherra hefur ekki séð sér fært að hitta okkur. Við höfum fengið að hitta embættismenn á fundi sem lofuðu okkur að koma okkar sjónarmiðum á framfæri við ráðherra og lofuðu því jafnframt að við myndum fá viðbrögð. Þau viðbrögð höfum við ekki fengið þannig að þetta virðist vera einhliða frá henni og við sjáum ekki ástæðu til þess að setja okkar fólk í vinnu hjá ráðherra sem vill ekki hlusta á okkur,“ segir Eiríkur. Hann segir þessi vinnubrögð einsdæmi. „Ég er búinn að vera í forystusveit kennara í um 20 ár. Við höfum alltaf getað fengið fund með ráðherra til þess að koma okkar sjónarmiðum á framfæri en þarna er ráðherra sem hvorki vill hlusta á okkur eða taka mark á okkur og þá sjáum við ekki ástæðu til þess að eiga samstarf við slíkan ráðherra.“ Formaður Kennarasambands Íslands bendir meðal annars á að eitt af aðildarfélögum sambandsins hafi óskað eftir fundi með ráðherra í febrúar í fyrra en ráðherra hafi ekki enn séð ástæðu til að svara því erindi. Hann segir í raun og veru sé verið að mótmæla afskiptaleysi ráðherra en ekki sé verið að segja að Kennarasambandið eigi að stjórna ráðherranum. Eiríkur nefnir Björn Bjarnason sem dæmi. Hægt hafi verið að hringja í hann eða skrifstofu hans og fundað hafi verið samdægurs eða daginn eftir. Erindi sambandsins hafi ekki alltaf náð í gegn en hlustað hafi verið á forsvarsmenn þess og rökrætt hafi verið um hlutina. Núverandi menntamálaráðherra hafi greinilega aðra skoðun og vilji hvorki hlusta á sambandið né taka á því mark. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu sem er stödd á fundi í Kaupmannahöfn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Kennarasambandið hefur slitið öllu samstarfi við menntamálaráðherra um að stytta námstíma til stúdentsprófs. Formaður Kennarasambandsins segir að með þessu sé verið að mótmæla afskiptaleysi ráðherra sem hvorki ræði við kennara né svari ósk þeirra um viðræður vegna áformanna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að árangurslaust hafi verið leitað eftir viðræðum og viðbrögðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra við sjónarmiðum sambandsins vegna áforma um að stytta námstíma til stúdentsprófs. Eiríkur segir að Þorgerður Katrín hafi ekki séð ástæðu til að svara nokkru og á meðan það ástand vari hafi henni verið sent bréf í gær þar sem tilkynnt er að Kennarasambandið og aðildarfélög þess dragi sig út úr öllu samstarfi vegna breytinga á stúdentsprófinu. „Við höfum ítrekað reynt að fá fund með ráðherra til að ræða okkar sjónarmið og koma þeim á framfæri. Ráðherra hefur ekki séð sér fært að hitta okkur. Við höfum fengið að hitta embættismenn á fundi sem lofuðu okkur að koma okkar sjónarmiðum á framfæri við ráðherra og lofuðu því jafnframt að við myndum fá viðbrögð. Þau viðbrögð höfum við ekki fengið þannig að þetta virðist vera einhliða frá henni og við sjáum ekki ástæðu til þess að setja okkar fólk í vinnu hjá ráðherra sem vill ekki hlusta á okkur,“ segir Eiríkur. Hann segir þessi vinnubrögð einsdæmi. „Ég er búinn að vera í forystusveit kennara í um 20 ár. Við höfum alltaf getað fengið fund með ráðherra til þess að koma okkar sjónarmiðum á framfæri en þarna er ráðherra sem hvorki vill hlusta á okkur eða taka mark á okkur og þá sjáum við ekki ástæðu til þess að eiga samstarf við slíkan ráðherra.“ Formaður Kennarasambands Íslands bendir meðal annars á að eitt af aðildarfélögum sambandsins hafi óskað eftir fundi með ráðherra í febrúar í fyrra en ráðherra hafi ekki enn séð ástæðu til að svara því erindi. Hann segir í raun og veru sé verið að mótmæla afskiptaleysi ráðherra en ekki sé verið að segja að Kennarasambandið eigi að stjórna ráðherranum. Eiríkur nefnir Björn Bjarnason sem dæmi. Hægt hafi verið að hringja í hann eða skrifstofu hans og fundað hafi verið samdægurs eða daginn eftir. Erindi sambandsins hafi ekki alltaf náð í gegn en hlustað hafi verið á forsvarsmenn þess og rökrætt hafi verið um hlutina. Núverandi menntamálaráðherra hafi greinilega aðra skoðun og vilji hvorki hlusta á sambandið né taka á því mark. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu sem er stödd á fundi í Kaupmannahöfn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent