Slíta öllu samstarfi við ráðherra 15. júní 2005 00:01 Kennarasambandið hefur slitið öllu samstarfi við menntamálaráðherra um að stytta námstíma til stúdentsprófs. Formaður Kennarasambandsins segir að með þessu sé verið að mótmæla afskiptaleysi ráðherra sem hvorki ræði við kennara né svari ósk þeirra um viðræður vegna áformanna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að árangurslaust hafi verið leitað eftir viðræðum og viðbrögðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra við sjónarmiðum sambandsins vegna áforma um að stytta námstíma til stúdentsprófs. Eiríkur segir að Þorgerður Katrín hafi ekki séð ástæðu til að svara nokkru og á meðan það ástand vari hafi henni verið sent bréf í gær þar sem tilkynnt er að Kennarasambandið og aðildarfélög þess dragi sig út úr öllu samstarfi vegna breytinga á stúdentsprófinu. „Við höfum ítrekað reynt að fá fund með ráðherra til að ræða okkar sjónarmið og koma þeim á framfæri. Ráðherra hefur ekki séð sér fært að hitta okkur. Við höfum fengið að hitta embættismenn á fundi sem lofuðu okkur að koma okkar sjónarmiðum á framfæri við ráðherra og lofuðu því jafnframt að við myndum fá viðbrögð. Þau viðbrögð höfum við ekki fengið þannig að þetta virðist vera einhliða frá henni og við sjáum ekki ástæðu til þess að setja okkar fólk í vinnu hjá ráðherra sem vill ekki hlusta á okkur,“ segir Eiríkur. Hann segir þessi vinnubrögð einsdæmi. „Ég er búinn að vera í forystusveit kennara í um 20 ár. Við höfum alltaf getað fengið fund með ráðherra til þess að koma okkar sjónarmiðum á framfæri en þarna er ráðherra sem hvorki vill hlusta á okkur eða taka mark á okkur og þá sjáum við ekki ástæðu til þess að eiga samstarf við slíkan ráðherra.“ Formaður Kennarasambands Íslands bendir meðal annars á að eitt af aðildarfélögum sambandsins hafi óskað eftir fundi með ráðherra í febrúar í fyrra en ráðherra hafi ekki enn séð ástæðu til að svara því erindi. Hann segir í raun og veru sé verið að mótmæla afskiptaleysi ráðherra en ekki sé verið að segja að Kennarasambandið eigi að stjórna ráðherranum. Eiríkur nefnir Björn Bjarnason sem dæmi. Hægt hafi verið að hringja í hann eða skrifstofu hans og fundað hafi verið samdægurs eða daginn eftir. Erindi sambandsins hafi ekki alltaf náð í gegn en hlustað hafi verið á forsvarsmenn þess og rökrætt hafi verið um hlutina. Núverandi menntamálaráðherra hafi greinilega aðra skoðun og vilji hvorki hlusta á sambandið né taka á því mark. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu sem er stödd á fundi í Kaupmannahöfn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Kennarasambandið hefur slitið öllu samstarfi við menntamálaráðherra um að stytta námstíma til stúdentsprófs. Formaður Kennarasambandsins segir að með þessu sé verið að mótmæla afskiptaleysi ráðherra sem hvorki ræði við kennara né svari ósk þeirra um viðræður vegna áformanna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að árangurslaust hafi verið leitað eftir viðræðum og viðbrögðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra við sjónarmiðum sambandsins vegna áforma um að stytta námstíma til stúdentsprófs. Eiríkur segir að Þorgerður Katrín hafi ekki séð ástæðu til að svara nokkru og á meðan það ástand vari hafi henni verið sent bréf í gær þar sem tilkynnt er að Kennarasambandið og aðildarfélög þess dragi sig út úr öllu samstarfi vegna breytinga á stúdentsprófinu. „Við höfum ítrekað reynt að fá fund með ráðherra til að ræða okkar sjónarmið og koma þeim á framfæri. Ráðherra hefur ekki séð sér fært að hitta okkur. Við höfum fengið að hitta embættismenn á fundi sem lofuðu okkur að koma okkar sjónarmiðum á framfæri við ráðherra og lofuðu því jafnframt að við myndum fá viðbrögð. Þau viðbrögð höfum við ekki fengið þannig að þetta virðist vera einhliða frá henni og við sjáum ekki ástæðu til þess að setja okkar fólk í vinnu hjá ráðherra sem vill ekki hlusta á okkur,“ segir Eiríkur. Hann segir þessi vinnubrögð einsdæmi. „Ég er búinn að vera í forystusveit kennara í um 20 ár. Við höfum alltaf getað fengið fund með ráðherra til þess að koma okkar sjónarmiðum á framfæri en þarna er ráðherra sem hvorki vill hlusta á okkur eða taka mark á okkur og þá sjáum við ekki ástæðu til þess að eiga samstarf við slíkan ráðherra.“ Formaður Kennarasambands Íslands bendir meðal annars á að eitt af aðildarfélögum sambandsins hafi óskað eftir fundi með ráðherra í febrúar í fyrra en ráðherra hafi ekki enn séð ástæðu til að svara því erindi. Hann segir í raun og veru sé verið að mótmæla afskiptaleysi ráðherra en ekki sé verið að segja að Kennarasambandið eigi að stjórna ráðherranum. Eiríkur nefnir Björn Bjarnason sem dæmi. Hægt hafi verið að hringja í hann eða skrifstofu hans og fundað hafi verið samdægurs eða daginn eftir. Erindi sambandsins hafi ekki alltaf náð í gegn en hlustað hafi verið á forsvarsmenn þess og rökrætt hafi verið um hlutina. Núverandi menntamálaráðherra hafi greinilega aðra skoðun og vilji hvorki hlusta á sambandið né taka á því mark. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu sem er stödd á fundi í Kaupmannahöfn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira