Einstakar flíkur á einstakar konur 15. júní 2005 00:01 Við Skólavörðustíginn leynist lítil verslunarperla sem heitir Boutique Bella og selur fatnað og fylgihluti fyrir konur. Lítið fer fyrir henni, en eins og taskan hennar Mary Poppins geymir hún fleiri gersemar en maður taldi að gætu þar rúmast. Verslunin, sem stofnuð var síðastliðið haust, er rekin af tveimur systrum og dóttur annarar þeirra sem er sennilega ein ástæða þess að vörurnar höfða til mjög breiðs aldurshóps og konur á öllum aldri ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Vörurnar koma flestar frá Danmörku og segjast þær stöllur vera mjög hrifnar af danskri hönnun, auk þess sem danskar fatastærðir henti íslenskum konum vel. Mikið er lagt upp úr því að hafa fatnaðinn vandaðan og öðruvísi og mikið er um fallega liti í bland við einlitar og sígildar flíkur. Fylgihlutir eru í miklu úrvali eins og skór, töskur og belti að ónefndu fallegu skarti en við búðarkassann eru skúffurnar stútfullar af fallegu og litríku perluskarti og öðrum gersemum. Ef þetta er ekki nóg, má þarna finna hágæða pelsa frá Svíþjóð og silkimjúka leðurjakka frá Danmörku.Zebra taska úr rúskinni, skinni og leðri á 28.900 kr.Tvískipt rósótt pils. Undirpils og slæða sem er vafin utan yfir á 22.500 kr.Hlébarðabelti úr leðri og skinni á 9.800 kr.Hálsmen úr ekta ferksvatnsperlum og ekta skel sem hægt er að hafa bæði sítt og þröngt upp við hálsinn á 12.000 kr.Saga Mink pels á 338.000 kr.Bleikur og mjúkur leðurjakki á 24.000 kr.Steinum prýddur hlírabolur á 6.900 kr.Silfursandalar á 6.400 kr. Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Við Skólavörðustíginn leynist lítil verslunarperla sem heitir Boutique Bella og selur fatnað og fylgihluti fyrir konur. Lítið fer fyrir henni, en eins og taskan hennar Mary Poppins geymir hún fleiri gersemar en maður taldi að gætu þar rúmast. Verslunin, sem stofnuð var síðastliðið haust, er rekin af tveimur systrum og dóttur annarar þeirra sem er sennilega ein ástæða þess að vörurnar höfða til mjög breiðs aldurshóps og konur á öllum aldri ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Vörurnar koma flestar frá Danmörku og segjast þær stöllur vera mjög hrifnar af danskri hönnun, auk þess sem danskar fatastærðir henti íslenskum konum vel. Mikið er lagt upp úr því að hafa fatnaðinn vandaðan og öðruvísi og mikið er um fallega liti í bland við einlitar og sígildar flíkur. Fylgihlutir eru í miklu úrvali eins og skór, töskur og belti að ónefndu fallegu skarti en við búðarkassann eru skúffurnar stútfullar af fallegu og litríku perluskarti og öðrum gersemum. Ef þetta er ekki nóg, má þarna finna hágæða pelsa frá Svíþjóð og silkimjúka leðurjakka frá Danmörku.Zebra taska úr rúskinni, skinni og leðri á 28.900 kr.Tvískipt rósótt pils. Undirpils og slæða sem er vafin utan yfir á 22.500 kr.Hlébarðabelti úr leðri og skinni á 9.800 kr.Hálsmen úr ekta ferksvatnsperlum og ekta skel sem hægt er að hafa bæði sítt og þröngt upp við hálsinn á 12.000 kr.Saga Mink pels á 338.000 kr.Bleikur og mjúkur leðurjakki á 24.000 kr.Steinum prýddur hlírabolur á 6.900 kr.Silfursandalar á 6.400 kr.
Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira