Gagnrýnd fyrir að nýta þotu Baugs 15. júní 2005 00:01 Þingmenn gagnrýna að Dorrit Moussaieff, forsetafrú, hafi þegið boð um að ferðast með einkaþotu Baugs til að vera við tískusýningu Mosaic Fashion Group. Dorrit Moussaieff nýtti sér einkaþotu Baugs aðfaranótt föstudagsins til að komast til landsins og sjá tískusýningu Mosaic Fashion Group. Þetta segir Séðog heyrt og birtir myndir af einkaflugvélinni á Reykjavíkurflugvelli. Á einni myndanna má sjá Toyota Landcruiser jeppa sem er í eigu forsetaembættisins, jeppa sem náði í forsetafrúna á Reykjavíkurflugvöll. Séð og heyrt segir að Jón Ásgeir Jóhanesson og Ingibjörg Pálmadóttir hafi verið með í för. Spurður um hvort eðlilegt sé að forsetafrúin ferðist með einkaþotu Baugs sagði Örnólfur Thorsson, skrifstofustjóri forsetaskrifstofunnar, að skrifstofa forsetans hefði hingað til ekki verið að elta ólar við frásagnir í Séð og heyrt um forsetann og fjölskyldu hans og að hún ætli ekki að fara að byrja á því núna. Fréttastofa Stöðvar 2 leitaði viðbragða þingmanna úr stjórnarliðinu og bar flestum saman um að það bæri vott um dómgreindarleysi af hálfu forsetafrúarinnar að hafa þegið flugferð í boði Baugs. Einn ráðherra Sjálfstæðisflokksins gekk svo langt að segja að slíkt væri siðlaust. Enginn var þó reiðubúinn að segja skoðun sína opinberlega undir nafni. Í leiðara Séð og heyrt segir að ekki sé nema ár síðan forsetinn neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin sem hefðu bitnað harðast á fjölmiðlum sem Baugur á hlut í og að það komi skringilega fyrir sjónir að svo miklir dáleikar séu með íslensku forsetahjónunum og forráðamönnum Baugs. Í lok leiðara blaðsins segir: „Íslenska þjóðin hlýtur að gera þá kröfu til forsetaembættisins að það sýnir lágmarkssjálfstæði og þiggi ekki gjafir eða aðra risnu af stórfyrirtækjum.“ Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Þingmenn gagnrýna að Dorrit Moussaieff, forsetafrú, hafi þegið boð um að ferðast með einkaþotu Baugs til að vera við tískusýningu Mosaic Fashion Group. Dorrit Moussaieff nýtti sér einkaþotu Baugs aðfaranótt föstudagsins til að komast til landsins og sjá tískusýningu Mosaic Fashion Group. Þetta segir Séðog heyrt og birtir myndir af einkaflugvélinni á Reykjavíkurflugvelli. Á einni myndanna má sjá Toyota Landcruiser jeppa sem er í eigu forsetaembættisins, jeppa sem náði í forsetafrúna á Reykjavíkurflugvöll. Séð og heyrt segir að Jón Ásgeir Jóhanesson og Ingibjörg Pálmadóttir hafi verið með í för. Spurður um hvort eðlilegt sé að forsetafrúin ferðist með einkaþotu Baugs sagði Örnólfur Thorsson, skrifstofustjóri forsetaskrifstofunnar, að skrifstofa forsetans hefði hingað til ekki verið að elta ólar við frásagnir í Séð og heyrt um forsetann og fjölskyldu hans og að hún ætli ekki að fara að byrja á því núna. Fréttastofa Stöðvar 2 leitaði viðbragða þingmanna úr stjórnarliðinu og bar flestum saman um að það bæri vott um dómgreindarleysi af hálfu forsetafrúarinnar að hafa þegið flugferð í boði Baugs. Einn ráðherra Sjálfstæðisflokksins gekk svo langt að segja að slíkt væri siðlaust. Enginn var þó reiðubúinn að segja skoðun sína opinberlega undir nafni. Í leiðara Séð og heyrt segir að ekki sé nema ár síðan forsetinn neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin sem hefðu bitnað harðast á fjölmiðlum sem Baugur á hlut í og að það komi skringilega fyrir sjónir að svo miklir dáleikar séu með íslensku forsetahjónunum og forráðamönnum Baugs. Í lok leiðara blaðsins segir: „Íslenska þjóðin hlýtur að gera þá kröfu til forsetaembættisins að það sýnir lágmarkssjálfstæði og þiggi ekki gjafir eða aðra risnu af stórfyrirtækjum.“
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira