Innlent

Hæfismat á minnisblaði

"Meginatriði þessa máls er að aðeins hefur komið fram minnisblað Ríkisendurskoðunar um hugsanlegt vanhæfi forsætisráðherra í bankasölumálinu," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar. "Álit ríkisendurskoðanda er ekki dómsorð og borgararnir geta ekki treyst því að þetta sé hafið yfir vafa. Það verður aðeins gert fyrir dómstólum eða rannsóknarnefnd sem Alþingi getur skipað," segir Ingibjörg Sólrún og kveðst bíða niðurstöðu fundar fjárlaganefndar með ríkisendurskoðanda í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×